Búrfell
Við Félagarnir fórum í smá göngu á laugardagsmorgunin í tilefni þess að stefnt er á hnjúkinn innan skamms. Mikilvægt er að vera kominn í gott form fyrir slíka göngu og er því hver stund þessa dagana nýtt í gönguferðir.
Í þetta skiptið var lagt eðeins of snemma af stað um morguninn, þurftum að bíða í bílnum þangað til að það birti almennilega.
Ferðinni var heitið uppá Búrfell sem er nú ekki það hátt fjall en smá ganga til að koma hjartslættinum af stað. Gengið er upp gjá sem heitir Búrfellsgjá og er margt að skoða á leiðinni eins og gömul fjárrétt, skútar og byrgi. Einnig eru í henni nokkrar mjög djúpar sprungur fullar af vatni svo hafa skal varan á þegar gengið er fyrst um sinn.
Jæja eftir mörg stopp og hellarannsóknir varð ég að fá eitthvað action í blóðið og lét mig hanga fram af þessum 3m háa kletti
Ég kominn uppúr Búrfelsgjá. En þess má nefna að skilyrði til myndatöku voru frekar slæm, Rigning, lágskýjað og rok þannig að nær allar myndir í ferðinni voru hreyfðar eða ekki í fókus
Hér bregður Reynir á það ráð að krjúpa svo að hann haldist stöðugri fyrir myndatökuna
Hér er ég að skríða á topp Búrfells sem er um 179m á hæð uþb 100m hækkunn (rosalegt)
Ein smá photoshoppuð í lokinn Reynir á toppi Búrfells
Svo er bara æfing með Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum á Miðvikudaginn og einhver svipuð ganga plönuð næstu helgi allir velkomnir með
Himmi
6 Comments:
Já, nú standa yfir stífar æfingar fyrir Hvannadalshnjúk og var þetta fínasta ganga. Stefnan er tekin á aðra göngu næstu helgi og eru allir velkomnir með sem hafa áhuga.
Óhægt er að mæla með göngu um Búrfellssvæðið þar sem margt er að sjá...
hvert á að fara á laugardaginn?
Stefni á að koma með.
Það er ekki ákveðið bara eitthvað nálægt. Annars gæti þetta færst á sunnudaginn
Við Stebbi kíktum einmitt á Helgarfellið í Hafnarfirði í frekar lélegu útsýnisveðri á laugardaginn. Gangan var það auðveld að ég vildi endilega kíkja á annað fjall eftir það, en þar sem að stebbi var bara á venjulegum buxum og orðinn frekar blautur þá létum við það bíða betri tíma. Núna er bara stefnan að fara sem flestar helgar til þess að koma sér í form fyrir hnjúkinn
Spáin er betri fyrir sunndaginn. Sunnudagurinn hljómar ágætlega líka fyrir mig.
Þá er sunnudagurinn staðfestur, hugmyndirnar sem eru komnar: Skálafell á Hellisheiði, Stóri- og Litli Meitill, Trölladyngja og Grænadyngja, Helgafell eða Akrafjall. Verður ákveðið á laugardeginum eftir veðurspá.
Skrifa ummæli
<< Home