mánudagur, janúar 07, 2008

Búningapartý

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna
Jæja þá er aldeilis farið að styttast í hið árlega búningapartý Jakana 2008.
Undirbúningur hefur verið í gangi hér í kópavogi undanfarna 7mánuði og eru nú búningarnir farnir að taka á sig ansi skemmtilega mynd. Ég ætla að vona að allir séu að taka þetta jafn alvarlega og við skötuhjúin enda gerum við lítið annað þessa dagana en að ræða búninga mál og hvaða kokteil eigi að starta kvöldinu með, Valið er á milli pink cherry blossom bath eða rainbow shower on the beach.
Þá er bara spurningin hvar á að halda teitið. Doddi og Addú voru búinn að bjóða heimili sitt bara spurning hvort að það boð standi.
Við erum alveg til í heimsókn í Hafnrafjörðinn hvað segið þið?

15 Comments:

At 11:04 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Já við erum líka til í Hafnafjörðinn.
Búningarnir mættu vera á betri leið en þeir eru, en metnaðurinn er fyrir hendi. Við tökum þessu mjög alvarlega enda fóru aðalverðlaunin í Þrastarhöfðann í fyrra:)

Baráttubúningakveðjur,
Halldór og Valgerður

 
At 11:55 e.h., Blogger ReynirJ said...

Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er sniðug hefð sem að við höfum komið á en búningahönnun hérna á Eggertsgötunni er ágætlega á veg og hlakka ég mikið til frumsýningar á öllum búningum.

 
At 9:14 e.h., Blogger Elías Már said...

Hafnarfjörðurinn fær mitt atkvæði.

En það gæti verið að ég verði í útlöndum þegar partíið er, en þá verð ég bara með ykkur í (vín)anda. Það er nefnilega ekki búið að negla utanlandsferðina sem ég er að fara í niður á helgi.

 
At 2:53 e.h., Blogger Elías Már said...

Þá er það komið á hreint, ég verð erlendis þessa helgi og kemst því ekki.

 
At 11:20 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Er það staðsetningin sem gerði útslagið eða...? Þú getur allavega ekki kvartað yfir því að það sé aldrei neitt Jakapartý í Hafnarfirði. hehe
Hvert er verið að fara?

 
At 8:08 e.h., Blogger Þórður Már said...

Því miður er þessi helgi upptekin hjá okkur! :( En við erum meira en til í að halda þetta ef hægt er að hliðra því til um eina helgi eða svo... hvað segiði?

Addú og Doddi

 
At 9:51 e.h., Blogger ReynirJ said...

Það er í lagi okkar vegna

 
At 10:13 e.h., Blogger Hilmar said...

Allt í lagi okkar vegna ef við fáum pössun sem ætti að reddast.

 
At 10:18 e.h., Blogger Elías Már said...

Þetta er óvissuferð og því veit ég ekkert hvert verður farið.

En ég get komið ef hliðrað verður um helgi.

 
At 8:09 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Eigum við að seinka þessu um eina helgi? hafa þetta 9 febrúar? Held að við séum ekki bókuð, þarf samt að staðfesta það við einkaritarann.

 
At 6:23 e.h., Blogger Stebbi og Bílahornið said...

Það væri frábært ef það er hægt að halda partíið 9.febrúar, það væri miklu betra fyrir okkur.
Kveðja, Stebbi

 
At 5:19 e.h., Blogger Þórður Már said...

Er það þá ekki bara ákveðið?
Búningapartý á Sævanginum 9. Febrúar?
All those in favor say Aye...

 
At 9:40 e.h., Blogger Elías Már said...

Aye, aye ... and a bottle of Rum.

 
At 10:05 e.h., Blogger Hilmar said...

Þá,
Er,
Það,
Ákveðið.

Við Rústum þessu
kveðja crew 2 double fokking ó Kópavogur

 
At 11:09 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Við mætum 9. febrúar í Hafnarfjörðinn.

kv
Halldór og Valgerður

 

Skrifa ummæli

<< Home