mánudagur, október 20, 2008

Útskriftarbömmer!!!

Var að fá tilkynningu frá Háskólanum um að ég fæ eitt fagið ekki viðurkennt, Náttúruauðlindir í Verkfræðideild, en það ku stangast á við nokkur skyldufög í Landfræði. Þannig að útskriftin frestast um nokkra mánuði.

Þar með vantar mig 6 einingar til þess að útskrifast og er kallinn nokkuð langt niðri núna.

Sum sé, ég útskrifast ekki n.k. laugardag vegna þessa. En stefni ótrauður á maí. Þvílík vonbrigði en svona er þetta bara!!!!!!!!!!!!!!

SAMT SEM ÁÐUR ætla ég að halda partý! Þannig að við stefnum ótrauð á laugardaginn! Teitið mun byrja um 8 - 8:30
Ég vonast til að sjá sem flesta

Kveðja
Doddi (Svekkti)

5 Comments:

At 10:00 e.h., Blogger Stebbi og Bílahornið said...

Helv!!! bull er þetta, kallinn búinn að standa sig eins og hetja í þessu og fær svo að heyra þetta! Doddi minn, þú lætur þetta ekki skemma fyrir þér og heldur partýið, ég mæti fyrstur manna. Þá er líka kominn ástæða til að halda vorpartý.
(ps: ef þú vilt láta berja Kalla Ben eða Guðrúnu Gísla þá get ég reddað því).
Kv,Stebbi

 
At 12:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

CRAP!!!!!!!!!


Djöfull yrði ég fúl ef þetta kæmi fyrir mig.

Kannski maður hitti þig í skólanum þá eftir áramót???


Sólrún

 
At 8:36 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Hvaða rugl er þetta!!!!!!!
Djöfull finn ég til með þér. Þú færð alla mína samúð. Þetta er ömurlegt. Ef þú vilt get ég hringt í Rektor eða bara Haarde og ég læt kippa þessu í lag. Svo er alltaf hægt að fara leiðina sem stebbi nefnir.
Þú rúllar þessu upp.

 
At 9:43 e.h., Blogger Þórður Már said...

Takk kærlega fyrir stuðninginn. Maður er aðeins búinn jafna sig á þessu og maður tekur þetta með jafnaðargeði. Endilega kíkið á laugardaginn ef þið nennið.

Kveðja,
Doddi

 
At 4:19 f.h., Blogger Þórður Már said...

Já eins og þú segir Sólrún þá er aldrei að vita nema maður mæti í skólann eftir áramót.

Doddi

 

Skrifa ummæli

<< Home