Bátsferðin á Hornstrandir
Halldór hringdi í okkur um daginn og afboðaði sig og frúna í siglinguna, af skiljanlegum ástæðum. Eftir á að hyggja er ekki hentugast í heimi að taka litla trítlu með í siglingu, sérstaklega ekki þegar mamman er sjóveik. Það er spurning hvort að við ættum þá ekki að slaufa þessari bátsferð? Ég veit að það eru bara fyrir fram ákveðnar siglingar á laugardögum, annars er hægt að fá að fljóta með ef þeir eru að fara með einhverja farþega.
-Addú
4 Comments:
Bátsferðin er ekkert issue fyrir mig.
Elías
Synd að það skuli bara vera farið á laugardögum, ég hafði hlakkað til bátsferðarinnar. Það þurfa ekki allir að fara í siglinguna, en við Ásta viljum endilega reyna að fara ef það er mögulegt í miðri viku, annars gerum við þetta bara seinna.
Kv, Stebbi
Bátsferðin er ekkert atriði fyrir okkur enda fer Valgerður ekki út á bát. Ef það verður einhver bátur á ferðinni þarna þá kannski hoppar maður með. Það kemur bara í ljós.
Hvenær ætlar fólk að leggja af stað?. Við vorum að hugsa um mánudagsmorgun og vera þá komin á þessar slóðir um/eða upp úr hádegi. Það ver auðvitað eftir því hvað staðarhaldararnir ætla að gera. Doddi hvenær ætlið þið að leggja í hann?
Við vorum að spá í sunnudagskvöldinu eða mánudagsmorgni... fer eftir ástandi fólks eftir brúðkaupið á laugardaginn :)
-Addú
Skrifa ummæli
<< Home