þriðjudagur, júlí 01, 2008

Strandaferðarpóstur

Þá fer að líða að strandaferðinni okkar. Það er kannski ágætt að taka það fram að það er verið að gera húsið upp og því er hálf neðri hæðin alveg out og þar með eitt svefnherbergi. En sá hluti hússins sem er nothæfur er vel nothæfur… Eldhúsið er orðið mjög flott, með nýjum tækjum og stórum góðum ísskáp með frysti ☺ Það eru þrjú svefnherbergi og tvö barnarúm (geta verið þrjú) þannig að það yrðu einhverjir að gista í tjaldi… Reyndar eiga mamma og pabbi (hennar Addúar) líka tjaldvagn sem er geymdur á Hólmavík þannig að það ætti ekki að vera mikið mál að skella honum upp við hliðina á húsinu. Annars er yndislegt að vera þarna, Emelía tekur hvern 3 tíma lúrinn á fætur öðrum (sefur sko ekki svo vel í bænum). Ef fólk er ekki sátt við tjald hugmyndina get ég athugað stöðuna á húsinu hans Afa á Hólmavík, þar ættu líka 2 fjölskyldur gist.
Hverjir ætla annars að koma?

9 Comments:

At 11:24 e.h., Blogger Unknown said...

Ég kem að öllu óbreyttu.

 
At 11:33 f.h., Blogger Asta said...

við komum!! það getur alveg verið að við komum fyrr, þ.e. 19. júlí eða 20. júlí þar sem við erum ekki með neitt planað helgina áður. Við getum alveg sofið í tjaldi, finnst það bara fínt og stemmning.
Ertu búin að tékka á bátsferðinni frá Norðurfirði?

 
At 6:48 e.h., Blogger ReynirJ said...

Sæl veriði, við á stúdentagörðunum komum ekki á Strandirnar þar sem ég er byrjaður að vinna aftur á þessum tíma eins og ég sagði í fyrri pósti.

 
At 9:19 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Við komum á Strandirnar. Tel líklegt að við verðum bara 6 fullorðin. Himmi og Herdís voru eitthvað að tala um að fara norður. Þau láta örugglega heyra í sér hvað þau ætla að gera.

 
At 8:16 f.h., Blogger Asta said...

vonandi verðum við 7 fullorðnir, ekki gleyma Ella. Þetta verður bara gaman.

 
At 7:29 e.h., Blogger Halldór Jón said...

ÆÆ allt í einu kann ég ekki að telja. Manni er farið að hlakka til.

 
At 8:59 e.h., Blogger Himmi said...

Við verðum komin í sumarfrí. Við erum að fara norður seinni hlutann í þessari viku. Það er alveg spurning um hvort við stoppum á Ströndum á leiðinni þeas ef við fljúgum ekki norður. Er þetta langt frá Hólmavík? Við erum helst að velta fyrir okkur vegalengdinni. Arngrímur er gjörsamlega ómögulegur í langri keyrslu svo við ætlum aðeins að melta þetta, fer eiginlega alveg eftir hversu langan tíma tekur að keyra þetta.

Kv. Herdís

 
At 10:18 e.h., Blogger Þórður Már said...

Reykjarvíkin er 20 mín frá hólmavík... Ef farið er búðardalsleiðina og yfir tröllatungu heiði tekur ferðin c.a. 3 og hálfann... þá er malbik alla leið að tröllatungu heiði en ef farið er firðina og holtavörðu heiði tekur leiðin c.a. 4 tíma... og eru firðirnir lítið malbikaðir.

 
At 10:28 f.h., Blogger Þórður Már said...

Það eru til 6 auka sængur fyrir norðan þannig að ef Himmi og Herdís koma ekki þá er til nóg af sængum handa öllum (og koddum) Þið þyrftuð bara að koma með rúmföt.

 

Skrifa ummæli

<< Home