laugardagur, ágúst 02, 2008

Leggjabrjótur

Ég og Sólrún skelltum okkur yfir Leggjabrjót um daginn í ágætis veðri. Var gengið úr Botnsdal og komið niður í Bolabás á Þingvöllum. Það var svolítið kalt á leiðinni og mjög hvasst en sem betur fer vorum við með vindinn í bakið en ekki fangið. Fín ferð sem tók tæpa sex klukkustundir rólegum gangi alla leið. Læt eina mynd fylgja með hérna úr ferðinni.

Kveðja úr Vesturbænum,

Reynir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home