sunnudagur, júlí 24, 2005

Næsta Helgi

Hvað á svo að gera næstu Helgi? á að fara í útilegu eða bara hanga heima eða í vinnunni? Ég og Herdís stefnum allavega eitthvað með Ástralska kristniboðan sem er að koma að heimsækja okkur.Kannski það fari bara eftir veðri. En hvað með ykkur?

7 Comments:

At 5:46 e.h., Blogger Asta said...

Við Stebbi erum búin að vera að spá í spilin og höfum komist að þeirri niðurstöðu að við ætlum í hálendisferð næstu helgi. Við erum 2 í 7 sæta bíl, þannig að ef að einhver hefur áhuga á að koma með þá látið okkur endilega vita. Við erum opin fyrir flestum stöðum á hálendinu. Við vorum t.d. að hugsa um að keyra upp að Langasjó og þá þingvallaveginn, Lyngdalsheiði... ég man ekki meir, alla vegana gera allt til þess að forðast traffik.

 
At 6:51 e.h., Blogger Hilmar said...

Þetta hljómar spennandi en við erum náttúrulega með Ástrala með okkur sem við vitum ekki alveg hvernig á eftir að höndla íslenska veðráttu og íslenskt hálendi svo við verðum að spá aðeins meira í þessu. Voruð þið að spá í að gista á tjaldsvæðum eða bara einhverstaðar

 
At 3:55 f.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Ferðalög innanlands er lúxus sem ég virðist ekki geta leyft mér þetta árið sökum þeirrar atvinnu sem ég hef kosið að stunda, mér og fleirum til mikillar mæðu. Þessir vinnutímar henta ekki ungu fólki sem hafa áhuga á að leggja land undir fót og kanna landið með vinum og/eða vandamönnum.
Jæja, það þýðir ekkert að slóra, best að halda áfram að vinna.
Ég segi því bara eigið þið gott sumar framundan og skemmtið ykkur vel:)

 
At 8:29 f.h., Blogger Asta said...

Við erum opin fyrir mörgu á hálendinu, en við kjósum frekar að vera ekki á tjaldstæði, við erum með félagsfælni gangnvart ókunnugum íslendingum. En annars erum við alltaf viðræðu hæf. Blessuð verið þið, þetta væri bara ævintýrir fyrir Ástralan, er hann nokkuð gamall karl :) Látið hann bara kúka á bakvið stein upp á hálendinu, hann mun ekki gleyma því í bráð

 
At 11:30 e.h., Blogger Hilmar said...

Okkur þykir leitt að hryggja ykkur en plönin hjá okkur Herdísi hafa skyndilega breyst og við stefnum bara norður í sveitasæluna, kíkkum kannski á mývatn og svoleiðis túsrista stöff með ástralanum. Svo þannig fór með sjóferð þá. Vonum bara að maður komist útúr bænum á Föstudaginn.

 
At 8:19 f.h., Blogger Asta said...

Hafið það gott fyrir norðan:) Bið að heilsa Ella.

 
At 12:37 f.h., Blogger Hilmar said...

Já skila því, maður þarf samt ekkert á honum að halda. ég er með leiðsögumannaréttindi um svæðið sjálfur og engin því engin amatör nauðsynlegur.

 

Skrifa ummæli

<< Home