sunnudagur, apríl 16, 2006

Gleðilega páska!!! :)

Kæru Jakar nær og fjær

Ég vildi nú bara óska ykkur öllum gleðilegra páska og vona að þið borðið svo mikið af páskaeggjum að þið eigið eftir að æla og aldrei vilja borða páskaegg aftur!!! hehehe

Ég er nú í vinnunni bara að smjatta á einu páskaeggi nr. 6 frá Góu sem við gellurnar hér í lobbýinu fengum frá hvalaskoðunarfyrirtækinu Elding. Hálfglataður málsháttur: Stop dangling... go sea angling! eitthvað að prómóta að þeir séu komnir í sjóstangveiði líka...
Verð að reyna að hemja mig í nammiátinu í vinnunni, næsta vakt verður að fá eitthvað. Svo á ég líka eftir að borða mitt páskaegg sem ég á heima nr. 5 frá Nóa, það er alltaf best. Svo er það matur hjá tengdó í kvöld og líklega verður páskaegg nr. 1 á boðstólnum þar þannig að maður verður eins og bolti eftir þennan dag, við keyrum ekki heim, við rúllum bara, hehehe :)

Jæja bestu kveðjur til allra og vonandi að þið hafið það sem allra best í dag :)

Valgerður

5 Comments:

At 1:26 f.h., Blogger Elías Már said...

Gleðilega páska allir Jakar, makar og ísmolar.

En rakst á þessa mynd á netinu, fannst gaurinn og jeppinn eitthvað kunnulegur. Er það bara ég eða...???

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=160545

 
At 11:50 f.h., Blogger Hilmar said...

Er þetta ekki gaurinn sem við sáum í Skorradal forðum

 
At 3:20 e.h., Blogger Asta said...

Gleðilega páska allir! Ég er ekki ein af þeim sem getur étið yfir sig af páskaeggjum þar sem ég fæ ógeð eftir 1 bita. En ég vona að allir hafi það sem best.

 
At 7:30 e.h., Blogger Elías Már said...

Tímasetningin passar allavegna og bíllinn er eins, og einnig er umhverfið kunnuglegt.

Ég stend við það sem ég sagði þá, þvílíkir vitleysingjar.

 
At 2:29 e.h., Blogger Hilmar said...

Ég man nú ekki eftir að þú hafir sagt það

 

Skrifa ummæli

<< Home