þriðjudagur, apríl 04, 2006

Stutt og laggott

Það voru aðeins fjórir Jakar sem fóru í fína göngu á laugardaginn, var þátttaka undir væntingum en vonandi verður þetta betra í sumar. Var gengið upp gil í Esjunni þar sem útsýni var gott og veður frábært, þó svolítið hvasst til að byrja með. Hundurinn Glói var að sjálfsögðu með í för og var sá eini sem notaði ferðina til að baða sig í ísköldum læk, einnig labbaði hann svona fjórum sinnum lengra en við hin til samans enda fór hann um allt. Legg ég nú til að við Jakar reynum að vera svolítið lifandi og fórum í dagsferð í lok apríl (29. eða 30. apríl) og svo aftur í maí og svo fram vegis.
Tillögur að dagsferð: Strútur, Skjaldbreið, Reykjanesið, nú eða bara hvað sem er. Endilega komið með tillögu að góðri ferð ef þið hafið áhuga.

4 Comments:

At 4:02 e.h., Blogger Stebbi og Bílahornið said...

Sammála, við þurfum að vera duglegri í útivistinni.

 
At 10:04 f.h., Blogger Asta said...

Mér líst mjög vel á það, ég kem alltaf þegar ég er ekki að vinna. Ég er til í að fara þarna 29. eða 30. april. Glói er alltaf til í útivist

 
At 8:14 f.h., Blogger dísella said...

Á það væri gaman að hafa þessa ferðir aðeins reglulegi. Himmi og ég erum að fara í skírn 29. apríl svo við komumst ekki þá.

 
At 1:15 e.h., Blogger Hilmar said...

Gæti líka verið helgin sem innfluttningspartyið okkar verður haldið en nánar um það síðar

 

Skrifa ummæli

<< Home