sunnudagur, mars 05, 2006

Fjallganga

Veðrið undanfarna viku er búið að vera frábært og í tilefni þess ákvað ég að skella mér í fjallgöngu á laugardagsmorguninn. Varð Skálafell vestan Hellisheiðar fyrir valinu. Þangað upp er einungis um klukkustundar gangur og hefur undirritaður sjaldan farið á eins víðsýnt fjall. Mæli hiklaust með því til uppgöngu fyrir gott útsýni með lítilli fyrirhöfn. Læt fylgja með hérna þrjár myndir af toppnum.

Kveðja úr Árbænum

4 Comments:

At 5:07 e.h., Blogger Hilmar said...

Það er ekkert verið að bjóða með sér í fjallgöngur. Hefði alveg til í smá útiveru.

 
At 7:07 e.h., Blogger ReynirJ said...

Ég skal bjalla á þig næst Hilmar og bjóða þér með. Vissi ekki af áhuga þínum á að ganga á fjöll.

 
At 7:34 e.h., Blogger Hilmar said...

Alltaf gott að drepa tímann einhvernveginn á meira segja oft frí á virkum dögum líka.

 
At 10:41 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Veit ekki betur en að 95% Jakanna hafi áhuga á útiveru, hvort sem gengið er á fjöll eða gengið í djúpa hella. Svo er ég í fríi þegar Himmi er í fríi.

 

Skrifa ummæli

<< Home