Afmæli Jakana
Eins og flestir hafa kannski gert sér grein fyrir nú þegar fer að nálgast 4ára afmæli jakana og spurning um hvort að það eigi að fara taka einhverndag frá fyrir það.
Eins og flestir hafa tekið undanfarin ár í þessum félagsskap þá hefur meðlimum fjölgað ár frá ári og þess vegna þarf að taka tillit til þess.
Ég starta því hér formlegri hugmyndasamkeppni um hvað skal gjöra í tilefni dagsins. þess má geta að 11. nóvember er þriðjudagur, þess vegna má nota dagana í kring þess vegna.
hér eru nokkar hugmydir; Kökuboð, matarboð, ísmolahittingur, klifurferð, fjallganga, utanlandsferð, sjósund og maraþonhlaup
7 Comments:
Þetta hljómar vel, hvað svo sem við gerum. Það væri gaman að hittast.
Ég er upptekinn helgina 7-10 nóv.
En annars bara í stuði.
Endilega til í afmælishitting. Kökuveisla er alveg í myndinni, ef ég er ekki að vinna.
Elías
við erum opin fyrir flestum af þessum hugmyndum. það er auðvitað möst að halda upp á afmælið
Er sammála því að við verðum að halda upp á afmælið. Hvernig væri að byrja daginn snemma á sjósundi og svo beint í maraþonhlaup? Eftir það væri gott að fá sér smá í svanginn þannig að gott kökuboð væri fínt þá og gætum við jafnvel sameinað það með ísmolahitting. Þegar allir væru búnir að úða í sig kökum væri upplagt að fara í smá fjallgöngu til að brenna því sem búið er að háma í sig. Nú svo eru örugglega allir orðnir svangir aftur þannig að matarboð um kvöldið hljómar vel og svo myndum við öll fara með kvöldvél eitthvert til útlanda í klifurferð. Hvernig hljómar þetta?
(hehehehehe).
Án gríns þá held ég að ég verði ekki svo upptekin í nóvember að ég held að ég komist bara hvaða dag sem er. Hvernig hljómar laugardagurinn 15. nóv.?
Var að fatta að Stebbi á afmæli þarna í nóvember þannig að það er eiginlega spurning hvaða dagur hentar þeim best.
Stebbi á afmæli 13.nóv, við höfum nú yfirleitt bara kaffi fyrir fjölskylduna hans þannig að það er svo sem hægt að púsla því. Erum annars ekkert búin að ákveða
Já, sæl veriði... búið að vera mikið að gera hjá manni sökum flutninga. Já, það væri gaman að hittast á afmæli Jakanna. Þegar við hittumst hjá Halldóri í léttu ísmola og kökuboði var það fínt.
Mér líst ágætlega á að endurtaka það bara. Svo mega aðrir fara í maraþon, sjósund, klifur eða eitthvað annað helgina eftir.
Kveðja af Eggertsgötunni
Skrifa ummæli
<< Home