þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Meistaradeildarbolti fyrir Jaka

Nú sem íþróttamálaráðherra tel ég skyldu mína að við Jakar notumst aðeins við það besta í íþróttum. Þess vegna hef ég fengið í hendurnar replica þess fótbolta sem nú er notaður í Champions League. Hann verður vígður á mánudaginn klukkan 11:15 í íþróttahúsi Háskólans. Vona ég að með þessum nýja bolta muni Elli laga miðið hjá sér og skora mörk en þó tel ég það ólíklegt.



Íþróttamálaráðherra

6 Comments:

At 10:25 e.h., Blogger ReynirJ said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 10:26 e.h., Blogger ReynirJ said...

Er ekki þessi nýji bolti léttari en venjulegir boltar?? Býst því fastlega við því að eftir tímann á mánudaginn eigi eftir að sjást nokkur boltaför á rjáfri íþróttasalarins eftir hann Elías Már.

Áróðursmálaráðherra

 
At 10:38 e.h., Blogger Þórður Már said...

Ég held að ferðinar uppi stúkuna fyrir ofan eitt markið munu alla vega fjölga.

 
At 10:43 e.h., Blogger ReynirJ said...

Spurning um að hafa einhvern bara þarna uppi á fullum launum. Verður nóg að gera og jafnvel möguleiki á yfirvinnu...

Áróðursmálaráðherra

 
At 10:59 e.h., Blogger Hilmar said...

Ég kemst því miður ekki. Ég verð að heiðra Guðrúnu Gísla með viðveru minni í Loftmyndatúlkun. þó svo að það verði örugglega andleg fjarvist.
Passið ykkur á Ella, orðið á götunni segir að hann svindli í öllum íþróttum, helst þá fótbolta þar sem hann þykist kunna reglurnar

 
At 4:00 e.h., Blogger Elías Már said...

Hey, þetta er orðið að stríði gegn persónu minni. Ég er og hef alltaf verið heiðarleikinn uppmálaður. Og varðandi skotin upp í loft, þá er ég hættur að skjóta fast, það skapar bara illindi og meiðsli, og svo skoarar maður ekkert svoleiðis.

 

Skrifa ummæli

<< Home