miðvikudagur, desember 08, 2004

Staður vikunnar

Þar sem Jakar eru miklir ferðalangar þá hef ég bætt inná síðuna mína www.blog.central.is/valdor nýju efni sem nefnist staður vikunnar. Tengillinn á það er vinstra megin á síðunni neðarlega. Þar verður tekinn fyrir einn staður einhversstaðar á jörðinni og er ekkert heilagt í þeim efnum. Getur það verið land, borg, bær, sveit, flugvöllur, leigubílastöð eða hvað annað sem mér í hug þó að lönd og borgir séu nokkuð ofarlega í huga við val á stöðum. Þá er bara að kíkja og sjá hvaða staður á jörðinni er staður vikunnar. Þar sem vínmeistarinn bíður upp á vínsmökkun hjá sér þá er einn í hverri viku sem fær að heimsækja staðinn með mér.

2 Comments:

At 1:15 e.h., Blogger Hilmar said...

Má koma með uppástungu? ég veit um æðislegan stað fyrir norðan sem heitir Húsavík

 
At 1:46 e.h., Blogger ReynirJ said...

Hér kemur önnur uppástunga: Hvað með Reynisfjöru við Vík? Nú eða Reynisfjall við Vík?

 

Skrifa ummæli

<< Home