fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Skorradalur 2005

Jæja, núna erum við búin að borga bústaðinn þó svo að það séu ekki allir búnir að borga. Okkur sýnist þetta verða í kringum 12 manns, en við vonumst til þess að fá alla Jaka og maka með. Ef að fólk kemur sér í það að borga fyrir bústaðinn, þá hljótum við að geta keypt lítinn pela eða eitthvað slíkt, svo að skála megi fyrir fyrstu Jaka-ferðinni. Um er að ræða þrjár nætur og er leigan frá föstudegi til mánudags. Það eru svefnstæði fyrir 9 en gert er ráð fyrir að 13 manns geti gist í húsinu. Það sem þarf að hafa með er: sængurver (reyndar eru bara 9 sængur svo að einhverjir þurfa að taka með sér svefnpoka), handklæði, viskustykki, klósettpappír og sápa. Veiðileyfi fylgja bústaðinum en það gæti reynst erfitt að veiða eitthvað á ísilögðu vatni:) Svo er auðvitað skylda að taka með sér útivistarföt þar sem við erum nú útilegumenn.
Við verðum bara að tala okkur saman um hvernig bílamál standa. Ég kemst t.d. ekki fyrr en á laugardeginum en Stebbi á föstudeginum og annað okkur tekur þá örugglega bílinn (Gullna Hvalinn).

PS: Ég hef eina spurningu sem ég beini til Hilmars: hvernig standa málin með logo-ið, á ekki að fara að búa til boli og annan Jaka varning:)

3 Comments:

At 11:52 e.h., Blogger Hilmar said...

já Jaka merkið er bara til og ég og Herdís vorum rétt í þessu að leyta tilboða frá ýmsum merkingarfyrirtækjum hér í bæ. kannski einhver hafi tillögur um fyrirtæki sem veitir félagasamtökum mikinn afslátt

 
At 3:49 e.h., Blogger Elías Már said...

ég kemst ekki aldur fyrr en á laugardeginum og er því ekki kjörið að ég fari með Ástu og stebbi komist með einverjum uppeftir.

 
At 10:07 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já það þarf að ræða þessi blessuðu bílamál aðeins. Allavega þá þarf ég og mín að sníkja far hjá einhverjum ef að við ætlum að gista. Það þarf að fara að skipuleggja þetta nánar.

Áróðursmálaráðherra hefur talað!!

 

Skrifa ummæli

<< Home