þriðjudagur, maí 17, 2005

Guðjón Þórðarson er lygari!!!!

Aldrei á ævinni hef ég séð mann planta út eins miklu pókerfési og kauðinn gerði síðasta föstudagskvöld í Íslandi í dag. Það var deginum ljósara að þessi maður var að ljúga. Það er vitað mál að hann notfærði sér ferð sína til Englands (þar sem hann ætlaði að svipast um eftir leikmönnum fyrir Keflavíkurliðið) til þess að stunda einkasamningaviðræður við hið fornfræga félag Notts County. Ég hef ávallt borið mikla virðingu fyrir manninum. Hann er magnaður þjálfari en sem persóna er yfirgangurinn svo mikill að hálfa væri nóg.

Fréttin í dag kom alls ekki á óvart og sýndi svo um munar hvernig mann kallinn hefur að geyma. Hann sýndi Keflvíkingum lítilsvirðingu, ekki eingungis með því að ganga burt heldur einnig með því að kenna þeim um hvernig fór. Ég held að honum sé hollast að líta í eiginn barm.

Og eitt agnarlítið skúbb að lokum, Heiðar Helguson er á leiðinni til Ipswich ef Ipswich fer upp. Doddi, ávallt fyrstur með (íþrótta)fréttirnar.

Lifið heil,
Íþróttamálaráðherrann

1 Comments:

At 8:23 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Já, ég er 100% sammála þér með Guðjón Þórðarson. Þessi maður nær kannski góðum árangri í því sem hann tekur sér fyrir hendur en það breytir því ekki að hann er fífl og ég vona að Keflavík fari í mál við hann.

 

Skrifa ummæli

<< Home