laugardagur, maí 14, 2005

Stórfréttir úr Selásnum

Jæja, þá er maður búinn að eignast lítið sætt afkvæmi. Nú í morgun fæddi ein af rollunum sitt fyrsta lamb og var hún einlembd. Von er á allavega tveimur lömbum í viðbót þar sem tvær aðrar rollur eiga líka von á sér á næstu dögum. Var mikil gleði uppi í Þingás 28 í morgun þegar þessar fréttir bárust og fóru allir upp í fjárhús að bera nýjasta fjölskyldumeðliminn augum. Ætla ég að skella mynd inn við fyrsta tækifæri og vonandi verður það fljótlega.
Kveðja,
Áróðursmálaráðherra

3 Comments:

At 10:14 e.h., Blogger Hilmar said...

Innilega til hamingju með Lambið, Við fáum okkur góðan vindil í eistlandi til að fagna tímamótunum í lífi þínu.
Þetta var Hilmar sem skrifar frá Akureyri (Þetta internet er alveg ótrúlegt)

 
At 2:49 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Það verður sem sagt grillveisla í haust?

 
At 12:37 e.h., Blogger ReynirJ said...

Það er aldrei að vita hvort það verði grillveisla. Núna loksins er þetta farið að borga sig og áður en maður veit af þá verður maður kominn með heila hjörð.

 

Skrifa ummæli

<< Home