sunnudagur, júní 19, 2005

Fyrsta útilega ársins

Af okkur er allt gott að frétta. Við komumst loksins í smá útilegu um helgina. Þar sem að Gúrkan var ekki tilbúin þurftum við að sætta okkur við að ferðast um láglendi landsins og lá leið okkar upp á Snæfellsnes. Við fundum okkur ágætan stað til að tjalda á rétt hjá Búðum, þar sem við gátum kveikt varðeld og haft það kosí. Við erum ná að verða svolitið spennt fyrir Fimmvörðuhálsinum, hvenær eigum við að fara. Og hvenær er svo veislan hjá þér Himmi fyrir norðan, erum einnig mjög spennt fyrir henni. Jæja farið þið nú að drífa ykkur í heimsókn á Kjaló!!

Ps: hvernig gengur með ritgerðina hjá ykkur, ég var að fá nýjan umsjónarmann, Garúnu Gísla

Pps: það fara bráðum að koma inn nýjar myndir í Bílahornið

Posted by Hello

5 Comments:

At 8:18 e.h., Blogger ReynirJ said...

Alltaf gaman að skella sér í útilegu. Er einnig búinn að skipta um leiðbeinanda og er með hana Guðrúnu Gísladóttur. Síðan í sambandi við Fimmvörðuhálsinn þá væri flott að stefna á fyrstu helgina í júlí ef að það væri möguleiki. Annars er ég opinn fyrir öllum helgum held ég bara.

 
At 2:36 e.h., Blogger Asta said...

Við Stebbi erum laus allar helgar í sumar, að ég held. Þetta verður mjög gaman, get ekki beðið. Hvað er þetta löng ganga, ætli Glói meiki þetta? Reynir ertu búinn að fá einhverjar sænskar doktorsritgerðir til þess að sökkva þér í? Ég er komin með eina, við getum kannski talað saman á sænsku í september:)

 
At 4:00 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, ég neita því ekki að maður hefur þurft að glugga í eitthvað af sænsku efni. Mikið hefur verið skrifað í örnefnafræðum á Norðurlandamálum. Við kannski hittumst í sumar og fögnum þjóðhátíðardegi Svíþjóðar þegar hann verður.

 
At 2:14 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Gaman að heyra frá ykkur. Eruð þið ekki alltaf í Þórsmörk? Maður þarf að kíkja á ykkur á Kjalarnesið við fyrsta tækifæri.
Hvenær verðið þið heima?

 
At 6:11 e.h., Blogger Asta said...

Hættum við þórsmörk, skítafyrirtæki. En ég er orðin sundlaugavörður á Reykjalundi og Stebbi er að vinna í skiltagerð. Komið bara eitthvert kvöldið eða um helgi.

 

Skrifa ummæli

<< Home