föstudagur, október 14, 2005

Hellirinn



Ég hef verið að rannsaka kortin heima og hef nokkurnvegin komist að því að þessi hellir er öðruhvoru megin við vegin svona 150m frá honum og samkvæmt gps staðsetningu þar sem rauði krossinn er á kortinu (þá meina ég ekki samtökin). hef verið að sörfa líka á netinu og skoða myndir frá þessu og held ég að maður gæti orðið skítugur í brölti sínu um hellinn svo ekki koma í flottustu útivistarfötunum. (Herdís stílisti gæti kannski veitt ráðgjöf, bara hringja í hana) Þetta er náttúrulega ofan í jörðinni svo við þurfum ekkert að líta vel út.

qoute: Gjábakkahellir er hluti af geysimikilli hrauná sem rann neðanjarðar í síðasta gosi á Þingvöllum. Hellirinn er stór en nokkuð seinfarinn. Leiðarlýsingin er álíka dularfull og ferð á annað tilverustig: "Þið haldið eftir löngum dimmum göngum þar til þið sjáið bjart, hvítt ljós framundan".

qoute:
My very first cave-trip by Björn Finnsson
When the author was young and slim he joined the boy-scouts and has been one since. In 1962 a general assembly was held during al weekend near Thingvellir. A group of few visited the 350 m long cave Gjábakkahellir and the author describes the effect it had on him and its long lasting effects..

Alla vega er maður farinn að hlakka til og ætlum við Herdís að fara kaupa nesti fyrir morgundagin á eftir.

3 Comments:

At 3:00 e.h., Blogger Elías Már said...

Ég er með kort af Þingöllum og er búinn að merkja inná það staðsetninguna. Þetta er víst aðeins norðan við veginn en það er bara ævintýri.

En hvenær eigum við að leggja af stað?

 
At 3:57 e.h., Blogger ReynirJ said...

Jæja, hvernig var svo ferðin? Fara ekki einhverjar myndir að koma inn á síðuna af þessum magnaða helli?

 
At 9:10 e.h., Blogger Hilmar said...

Tók með mér myndavél og allt, vildi ekki betur til en ég gleymdi að setja minniskortið í vélina. svo engar myndir í bráð

 

Skrifa ummæli

<< Home