mánudagur, desember 26, 2005

Jólakveðja


Lydía Líf í jóladressinu













Já, þar sem að ég klikkaði á jólakortunum í ár sökum aumingjaskapar þá sendi ég jólakveðju hérna á alla. Gleðileg jól og farsælt komandi ár!! Þakka það liðna.

Í sambandi við jólapakkana þá get ég staðfest það að það fylgir mikið pakkaflóð litlum börnum. Það sem að ég fékk var t.d. gönguskór, buxur, höfuðljós, flíspeysa auðvitað, irishcoffee glös, uppskriftarbók, hanskar, ullarnærföt.... og örugglega eitthvað annað. Vonandi fer að styttast í Jakahittinginn.

Kveðja úr Þingásnum,

ReynirJ

6 Comments:

At 6:23 e.h., Blogger Hilmar said...

Hvernig Höfuðljós fékkstu? :)

 
At 7:38 e.h., Blogger ReynirJ said...

Það er Ipan G8000, 60g, lithim h40, með fjögra stillinga ljós sem að hefur 35 gráðu radíus með 25 metra drægni. dugar í 60 klst með mesta ljós og 120 klst með sparljósið á.... Annars veit ég lítið um það ;)

 
At 5:11 e.h., Blogger Hilmar said...

Var einmitt að fá mér TIKKA XP
High-powered, single LED headlamp with three lighting levels and boost mode

Provides a powerful, even and adjustable white light, with long light duration. A single light source in a compact headlamp for multiple uses.

Powerful, focused light beam with 3 lighting levels (maximum, optimum, economy) and a blinking mode, to adapt the light to the activity at hand.
Boost mode: 50 % more light than the maximum level for 20 seconds.
Wide angle lens for flood beam-like proximity lighting.
Battery life indicator (indicator light + blinking LED): warns when the batteries are approximately 70 % drained and 90 % drained.
Compact and lightweight.
Tiltable light body enables light beam to be directed where needed.
Comfortable and stable to wear: adjustable and ergonomic elastic headband.
Light distance: up to 35 m (50 m in boost mode).
Light duration: up to 120 h.

Technical specifications
Operates with 3 AAA/LR03 batteries (included)
Weight: headlamp (59 g) + batteries (36 g) = 95 g

Skemmtilegur skratti

 
At 10:51 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Váááá hvað þið eruð miklir nördar ;)

 
At 9:04 e.h., Blogger ReynirJ said...

Maður leggur metnað í höfuðljósið sitt. Var einmitt að bóna það áðan og gufuhreinsa teygjuna.

 
At 3:32 e.h., Blogger Hilmar said...

Ég mundi allavega ekki vilja fara inn í helli án þess, eða bara hreinlega vera án þess

 

Skrifa ummæli

<< Home