miðvikudagur, apríl 19, 2006

Félagsmál

Jæja... mér var falið það verkefni að upplýsa alla Jaka um stöðu félags okkar hjá Ríkisskattstjóra.

Málið er eftirfarandi:
Ríkisdúddinn vildi ekki samþykkja okkur því við erum of þröngt félag (persónulega held ég að ég passi alveg ágætlega í þetta félag, veit ekki með ykkur fitubollurnar, heheh djók).
Samkvæmt lögum verðum við að vera opið félag sem þýðir að allir sem vilja mega ganga í það og því verðum við að breyta lögunum okkar samkvæmt því ef við viljum fá kennitölu (ekki panika alveg strax!!!). Svo látum við reyna á þetta aftur hjá Ríkisskattstjóra og hann gúdderar þetta (vonandi) en segjum svo engum frá þessu, þannig að þetta verður bara fyrir okkur, múhahahaha...

Hvað segið þið við þessu?

3 Comments:

At 2:49 e.h., Blogger Hilmar said...

Ok, breytum þessu þá en Engar stelpur leyfðar

 
At 4:24 e.h., Blogger Elías Már said...

Er ekki bara málið að breyta þessu, en samt sem áður hefur stjórn félagsins full réttindi á að stjórna inngöngu í félagið.

Sem sagt breyta þessu fyrir ríkispakkið en samt er engin breyting.

 
At 2:25 e.h., Blogger Hilmar said...

VAr ekki líka eitthvað um það að það mætti enginn halda með FH eða búa í Hafnafirði í félaginu?
áfram HK

 

Skrifa ummæli

<< Home