Innanhúsfótbolti og mótmæli
Ég get reddað frábærum sal fyrir innanhúsfótbolta á Reykjalundi. Þeir sem að vilja vera með endilega látið mig vita sem fyrst hvaða tími henti ykkur, vona að flestir JAKAR vilji vera með. En það væri líka frábært ef að þið hafið einhverja vini sem myndu vilja vera með þar sem að við verðum að vera a.m.k. 8-10 til þess að þetta sé gaman og til að draga niður kostnað. Ég er búinn að tala við Steina bróður og hann vill vera með.
Svo vil ég hvetja alla JAKA til þess að mæta í mótmælagönguna á morgun (26.sept). Endilega dragið sem flesta með ykkur eða hvetjið fólk í kringum ykkur til að mæta. Gangan hefst kl 20 og er gengið frá Hlemmi. Munið að þessi ganga er ekki aðeins gegn Kárahnjúkaruglinu heldur einnig gegn því virkjanabrjálæði sem er fyrirhugað á komandi árum. Með því að mæta komust við skrefinu nær að útrýma mestu plágu sem herjað hefur á íslenskt þjóðfélag, þá á ég að sjálfsögðu við graftarkýlið sem kallað hefur verið Framsóknarflokkurinn. Að lokum mælist ég til þess að Ómar Ragnarsson verði gerður að heiðurs JAKA.
12 Comments:
Ég er til í innanhúsbolta, eða er það nkkuð mikið öðruvísi en venjulegur fótbolti. Ég þarf náttúrulega að redda mér innanhústakkaskóm.
Annars erum við skötuhjú að spá í að skella okkur í gönguna og Halldór ætlar líka.
Ég er sko pottþétt til í innanhúsboltann Stebbi, COUNT ME IN.
Ég verð pottþétt með í bolta. Allir dagar nema þri og mið henta mér. Erum við þá orðnir 5 pottþéttir í þennan bolta? Ég, Himmi, Stebbi, Steini og Doddi. Þetta reddast. Pantaðu bara salinn og ég mæti.
Ég ætla að skella mér í gönguna, verðum í sambandi í kvöld. Legg til að Ómar Ragnarsson verði gerður að einræðisherra eða kóngi á Íslandi.
Þar sem ég er á vaktakerfi, þá skiptir tíminn engu máli fyrir mig. Ég redda mér bara þegar við á.
Ég er maður í bolta og er laus öll kvöld og um helgar. Vil helst ekki vera neitt seint svo maður verði nú kominn heim á kristilegum tíma.
Tíminn hefur verið settur kl. 18:30 á föstudögum. Þá verður konan tilbúin með kvöldmatinn þegar þið komið heim og nóg eftir af kvöldinu.
Kveðja, Stebbi
kemst ekki á morgun og ekki næsta föstudag vegna vinnu.
Ég er með. En er fyrsti tíminn í kvöld?
Á að mæta í kvöld?
Afsakið hvað ég var seinn að svara en fyrsti tíminn verður í dag, vonandi komast sem flestir. Tíminn mun kosta 3700kr.
Kv, Stebbi
Ég aftur, ég var aðeins of fljótur á mér. Það verður enginn bolti í dag, við byrjum næstkomandi föstudag af fullum krafti.
Kv, Stebbi
Þú verður að fara varlega í golfsveiflunni Nilli...
Skrifa ummæli
<< Home