miðvikudagur, nóvember 14, 2007

Slave of fashion?

Núna eru Jakarnir þekktir fyrir að vera mikið tískufólk og fylgja öllum nýjustu straumunum. Því kom mér það ekkert á óvart að sjá fulltrúa Jakanna í sjónvarpinu áðan á heitasta barnum á landinu í dag, Bar Panorama, í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sátu þar Halldór og Valgerður í góðu yfirlæti yfir öli að mér sýndist. Ekki ómaklegt að fá að sjá Arnar Gauta í eigin persónu. Annars þótti mér bara svo gaman að sjá þau í hönnunarþættinum Innlit-Útlit. Hvað gerist næst? Verður Elías Már hjá Agli Helgasyni í bókmenntaþættinum Kiljunni á ríkissjónvarpinu?

Kveðja úr vesturbænum,

PS. á að halda upp á þriggja ára afmæli Jakanna með veglegu kökuboði eins og í fyrra?

17 Comments:

At 9:04 f.h., Blogger Halldór Jón said...

jájá maður orðinn sjónvarpsstjarna, og ekki allir sem fá að sjá Arnar Gauta í eigin persónu.
Lýst vel á að halda upp á 3 ára afmæli Jakanna. Held að Reynir sé kominn í undirbúningsnefndina. Erum reyndar upptekinn í lok mánaðarins þar sem við erum að fara í matarboð til Arnars Gauta ásamt fleiri stjörnum. hehe

 
At 8:05 e.h., Blogger Asta said...

Já við verðum að halda upp á þetta. Svo finnst mér alveg vera komin tími á bjórkvöd. Við erum svo sem alltaf til í að halda hvað sem er, það er bara spurning hvort að fólk nenni að keyra alla leið hingað.
Við sáum einmitt Dóra og Valgerði í sjónvarpinu :)

 
At 12:24 f.h., Blogger Hilmar said...

Ja thurfum ad fara ad hittast.
Vid getum lika haldid party eigum Alla vega nog at v'ini.:)
spurning um ad halda kokteil party

 
At 12:33 f.h., Blogger Asta said...

Já það væri fínt að komast í kokteil partý í Kópavoginum. Við Stebbi erum ekki með neitt bókað hjá okkur næstu helgar fyrir utan jólahlaðborð 7.des

 
At 6:52 e.h., Blogger Elías Már said...

Allar helgar eru lausar hjá mér.

 
At 10:24 e.h., Blogger Hilmar said...

Við erum upptekinn fös og lau næstu helgi

 
At 10:56 e.h., Blogger Asta said...

Var að láta mér detta í hug að við gætum kannski gert aðeins meira úr hittingnum. Ef að ég myndi fá ca. 1000kr á mann frá öllum þá gæti ég eldað Tandorí kjúkling, gert kartöflugratín, haft naanbrauð, hrísgrjón, royla kormsósu og salat fyrir alla, kannski náð að skrapa saman í bettýkrokker í eftirrétt. Eftir matinn gætum við svo þambað kokteila. Þetta gæti verið svona nokkurskonar árshátíð:) Dóri og Valgerður gætu verið með skemmtiatriði þar sem þau sýndu myndir úr heimsreisunni. Hvernig lýst ykkur á?

 
At 9:21 f.h., Blogger Þórður Már said...

Við erum til í allt en það fer að sjálfsögðu eftir tímasetningu. Líst vel á bjórkvöldið ;-)

Doddi, Addú og Emelía

 
At 9:35 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Er ekki bara spurning um að negla niður dag?
Nokkrar tillögur að degi.
1. des. laugard.
8. des. laugard.
14. eða 15 des. föstud. og laugard.

Mér lýst ágætlega á 1. des held að við séum ekki að gera neitt sérstakt þá.

kv
Halldór

 
At 2:36 e.h., Blogger Asta said...

Við komumst alla þessa daga, 8.des er nú samt sístur þar sem að það er leiðinlegt að vera með Eirík í pössun tvö kvöld í röð.

 
At 5:29 e.h., Blogger ReynirJ said...

Fyrir okkar leyti væri 1. desember bestur fyrir okkur þar sem að hún Sólrún er í prófum í skólanum í desember.

 
At 7:22 e.h., Blogger Elías Már said...

1. des hljómar bara heilhveiti vel.

 
At 7:37 e.h., Blogger ReynirJ said...

Er nokkuð meira viðeigandi en að halda upp á árshátíð Jakanna en 1. desember daginn sem Íslendingar fengu sjálfstæði!!!

 
At 7:43 e.h., Blogger dísella said...

Er 1 des þá ekki bara dagurinn?
Er að öllu líkindum búin að fá pössun fyrir Arngrím 1 des.

 
At 10:07 e.h., Blogger Asta said...

1.des er málið! En hvað segið þið með matarhugmyndina mína?? Ég gæti græjað þetta allt hérna heima og komið með þetta í kópavoginn til eldunnar. En ég ætla svo sem ekki að pína neinn ef að þið hafið ekki áhuga.

 
At 10:07 e.h., Blogger Asta said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

 
At 12:22 e.h., Blogger dísella said...

Okkur líst vel á matarhugmyndina.

 

Skrifa ummæli

<< Home