Lítið að gerast
Er ekkert að gerast hjá ykkur. Ekkert gerst á þessari síðu allavega. Þegar við hittumst síðast þá var fólk nú til í næstum hvað sem er. Reynir tjáði mér það að hann og Sólrún væru búin að ákveða búning fyrir næsta partý. Þá er bara spurningin hvort að við ættum ekki að setja niður dagssetningu fyrir það. Ég var að skoða dagatalið og sá að 19. jan, 26. jan og 2 febrúar 2008 eru laugardagar. Kemur einhver af þessum dögum til greina? Það er auðvitað skilyrði að sem flestir geti mætt. Látið í ykkur heyra. Fyrir okkar skiptir ekki máli hvaða dagur þetta er en laugardagarnir eru bestir í þetta held ég.
9 Comments:
Allir fínir fyrir mig.
Því seinna, þeimur eldri verður Arngrímur = því betra.
Herdís verður með comeback í drykkjunni. Eitthvað sem allir eru farnir að vera spenntir að sjá.
ég held að það henti bara allir dagarnir jafn vel hjá okkur. þið voruð annars ekkert á því að breyta búningapartýi yfir í einhvern vegin öðruvísi partý? vil nú ekki vera skemma þetta, en bara svona ef að einhver lumar á einhverju sniðugu. það væri svo kannski hægt að bæta inn fleiri árlegum viðburðum eins og sláturgerð og spilakvöldi.
annars er bara gott að frétta af okkur. erum alltaf á leiðinni að fara að halda bjórkvöld, en þegar maður er byrjaður að vinna þá vill maður eyða öllum frítíma sínum með grislingnum. kannski gætum við hittst eftir að Dóri og Valgerður koma heim frá útlöndum.
Meiri viðburði, hiklaust. Búningapartýið verður að vera á dagskránni, ekki spurning - kannski koma með þemu?? Hva' með boltann. Verður enginn bolti - er orðinn heldur óþreyjufullur?
Doddi er greinilega byrjaður að sauma svakalegan búning...Þemu geta varið skemmtileg... eihverjar humyndir? Eigum við að setja búningapartýið á þann 2. febrúar 2008?
Hvað segið þið um hitting í nóvember eins og Ásta var að stinga upp á. Við komum heim 14 nóv. og því laus fram að jólum. Hvernig hljómar 16. eða 17. nóv.
Er búin að setja 2. feb í reminder og panta pössun.
Þema partý gæti verið skemmtilegt, 80 þema er nú alltaf flott og fyndið, hægt er að hafa eurovísion þema, (Sól)gleraugna þema, ljótu peysu keppni eða eitthvað álíka óteljandi möguleikar.
Hittingur hljómar ágætlega.
það væri gaman að hafa þema í næsta hitting og svo buninga party líka
Ég er með tillögu að þema, ljótufatapartý eða Goth partý
Góðar hugmyndir Himmi. Svo væri náttúrulega bara ódýrast að hafa nude-partý.
Skrifa ummæli
<< Home