fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Gleði í Kópavogi


Nú eru tveir dagar í árshátíð Jakanna og ekki laust við að það sé komin smá tilhlökkun í mann. Er einhver alvara í því að drekka kokteila eða verður bara gamli góði mjöðurinn sötraður? Var bara svona að spá því þá þarf maður að kaupa í það. Annars sættir maður sig við svo sem hvað sem er...

Kveðja úr Vesturbænum


Setti inn loftmynd sem ég átti af leiðinni yfir Leggjabrjót sem að hluti hópsins fór yfir síðasta sumar.

3 Comments:

At 7:05 e.h., Blogger dísella said...

Engar áhyggjur enginn verður neyddur til að hafa bleikan drykk í hönd.
Þeir sem þola ekki alvöru áfengi fá sér bara bjór.
Það sem verður í boði er:
Bacardi,Havana club, Reykja vodka, Bombay Gin,Viskí, Dooleys, baileys og piparmyntu líkjör.
Það sem vantar í barinn okkar eru dísætu líkjörarnir sem eru í flestum kokteilum en eitthvað ætti að vera hægt moða úr þessu. Annars verður það bara Mojito og White Russian á línuna.

 
At 3:19 e.h., Blogger ReynirJ said...

Þakka góð svör... hafði nú svosem engar sérstakar áhyggjur. Var nú bara að velta þessu fyrir mér. Annars bjóða þessar tegundir upp á ýmsa spennandi kosti.

 
At 10:17 e.h., Blogger Asta said...

Jæja Kjúllinn kominn í mareneringuna og allt að verða klárt. Ég á bara eftir að senda ykkur upphæð og reikningsnúmer. Geri það annað hvort í kvöld eða á morgun.

 

Skrifa ummæli

<< Home