fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Skálafell

Ég, Reynir og Halldór Skelltum okkur í smá göngu á sunnudaginn 24febrúar eins og áður auglýst var. Þar sem að þetta var konudagurinn ákváðum við að gefa konunum smá frí frá okkur einn dag.


Ferðinni var heitið á Skálafell á Hellisheiði, ég er nú ekki sá staðkunnugasti en þið bara leiðréttið mig ef það er eitthvað.

Við lögðum af stað upp úr birtingu og tók gangan upp ekki um nema einn og hálfan tíma enda mikið frost og harðfenni sem að flýtti förinni yfir snjóinn. Við áttum þó í smá vandræðum með fyrstu brekkuna en þar komu göngustafir Reynirs að góðum notum. Alveg á hreinu að fyrir næstu ferð verður að ráða bót á því, fara útí búð og fjárfesta strax í göngubroddum og ísexi.




Það er óhætt að segja að Veðrið hafi leikið við okkur, Sólinn heiðraði okkur með nærveru sinni þó svo að það hafi verið frekar kalt eða um -9°C svo má áætla að vindkælingin hafi bætt við nokkrum stigum en hún sagði nú ekki til sín nema við rætur fjallsins og á Toppinum.



Útsýnið var rosalegt enda skyggnið gott.

Á toppnum voru svo teknar myndir í tugatali. Þorstan slökkti Isostar blandið mitt, alveg rétt blandað í þetta skiptið og ískalt úr bakpokanum.

Fáninn frá 66°norður var með í för enda stóð klæðnaðurinn sig prýðisvel að vanda ;)
Halldór að pósa með Suðurlandið í baksýn, Ég má til með að nefna að Halldór tók með rjómasúkkulaði en ég var með rjómasúkkulaði með rúsínum og hnetum. Bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning
Hér eru svo loftmynd af ferðafélögunum.
Ég að kíkja smá á toppinn áður en við snérum við.
Hér eru svo skuggarnir sem fylgdu okkur á leiðina á toppinn en voru svo undanfarar á leiðinni heim.
Næst er svo Skarðsheiði á Laugardaginn með Fjallaleiðsögumönnum og 66°north og lofar veðurspáinn svipuðu veðri eða jafnvel betra, takk fyrir og góða nótt



3 Comments:

At 10:36 e.h., Blogger ReynirJ said...

Flott ferðasaga og skemmtilegar myndir. Já, vonandi verður veðrið jafn gott eða betra á laugardaginn á Skarðsheiðinni.

 
At 2:42 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Flott ferð og veðrið gott. Frábært útsýni. Var að lesa það að það væri fullt í ferðina á Skarðsheiðina, komast ekki fleiri en 100 manns með.

 
At 4:43 e.h., Blogger Hilmar said...

Einhverstaðar verður að segja stopp. örugglega miklu fleiri sem hefðu viljað koma en bara þarf guida og svoleiðis

 

Skrifa ummæli

<< Home