Endurvakning jakaboltans
Við ræddum um það í partýinu um síðustu helgi að endurvekja jakaboltann og er ég meira en lítið til í það. Það væri fínt að stefna á byrjun næsta árs og myndi ég reyna að finna einhverja með í boltann með okkur og aðrir gætu gert það sama. Eru annars ekki allir tilbúnir í bolta?
Stebbi kom með tillögu að Reykjalundi aftur og er ég samþykkur því.
PS. Er á næturvakt og ekkert að gera sem útskýrir skrýtna tímasetningu þessa innleggs.
Doddi
5 Comments:
fyrir mig væri hentugra að hafa þetta seinna á kvöldin og einhverstaðar miðsvæðis.
Það fer eftir tímasetningu hvenær ség er til í þetta, enda nýorðin atvinnulaus aftur. En ég er til í bolta. Gæti reynt að redda einhverjum.
Leitt að heyra Elli. Þetta þjóðfélag er að fara til fj......
Ég er alltaf til í bolta. Fer eftir staðsetningu og tíma. Hvaða dag þetta yrði skiptir líka dálitlu máli fyrir mig.
Sælir, ég kemst því miður ekki í jakabolta í vetur.
Skrifa ummæli
<< Home