mánudagur, janúar 10, 2005

Núna verðum við að gera eitthvað

Sælir Jakar nær og fjær.
Núna verðum við að fara að standa undir nafni og rífa þennan félagsskap upp aðeins. Legg ég til að komið verði á "fundi" sem fyrst og í kjölfarið haldið fyrsta keilumót Jakanna 2005. Ætla ég að gerast djarfur og segja að þetta verði sunnudaginn 14. janúar 2005. Það hundleiðist hvort eða er öllum á sunnudagskvöldum og ekkert að gerast. Þess vegna látum við þetta gerast á sunnudaginn kemur. Fundurinn verður haldinn á góðum stað sem verður ákveðinn í vikunni og keilumótið verður pottþétt í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð.
Á fundinum verður tekin ákvörðum með febrúarferðina og árgjöldum komið á hreint, auk þess sem Jakamerkið er ekki 100% tilbúið að ég held, einhver smáatriði sem voru ekki komin á hreint.
Sem sagt á sunnudaginn kemur eru Jakar að gera þetta:
Fundur: Ferð, árgjöld, jakamerki
Keila: vinna Ella

kv
Féhirðir

4 Comments:

At 12:00 e.h., Blogger ReynirJ said...

Sammála því að það þarf að fara að boða fund. Innheimta þarf félagsgjöldin og skipuleggja ferðina. Langar mig einnig að benda á það að 14. janúar er föstudagur en ekki sunnudagur ef að minnið mitt bregst ekki.

 
At 1:53 e.h., Blogger Hilmar said...

já bíddu hvað var ekki ákveðið í sambandi við Jaka-merkið

 
At 3:09 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Já það er rétt þetta er víst sunnudagurinn 16. janúar, við skulum hafa þetta þannig. Ef allir eru til þá verður þetta á sunnudaginn kemur.

kv

 
At 7:11 e.h., Blogger Elías Már said...

Mikið er gott að búið sé að festa keilumót JAKA nr. 2 á dag. Ég mæti spenntur og klár í að verja titil minn.

 

Skrifa ummæli

<< Home