þriðjudagur, desember 21, 2004

Jólagleði

Maður hefur nú bara ekki haft tíma til að lyfta sér aðeins upp eftir próf, og eftir reiðislagið frá námsferðinni er maður kannski ekki í stuði eins og er. En ætlar einhver að mæta í kvöld klukkan 20 í Öskju. Kannski verða einhverjir kennarar sem gaman væri að ræða við og jafnvel væri fínt nýta sér eitthvað af þessu fría áfengi sem er í boði.
Annars bara gleðileg jól

8 Comments:

At 6:41 e.h., Blogger ReynirJ said...

HAAA??? Frítt áfengi ?? Ég verð mættur á slaginu átta. Sagan segir að Halldór ætlar að skalla eitthvað þannig að maður verður að vera vitni að því....

 
At 6:56 e.h., Blogger Hilmar said...

Aha Maður verður að sjá það mæti kannski með myndavélina. Svo eitt enn það styttist í 1000 heimsóknina endilega taka print screen af því og eru ekki einhver verðlaun

 
At 12:36 f.h., Blogger Elías Már said...

Ég mætti og það var ekki góð JAKA mæting, einungis fimm JAKAR. En fínt kvöld, og mikið drukkið.

 
At 12:54 e.h., Blogger ReynirJ said...

Það voru nú reyndar 7 jakar á svæðinu ef að ég hef talið rétt...

 
At 1:35 e.h., Blogger Elías Már said...

Stupit me. Auðvitað voru 7 JAKAR, gleymdi Ástu og Stebba. Úbbs.

 
At 5:37 e.h., Blogger Hilmar said...

Shit hvað ég var timbraður í dag, drakk öruglega á við 7 jaka

 
At 6:39 e.h., Blogger Elías Már said...

Bollan fór beint í hausinn á manni. Var með hausverk dauðans þegar ég mætti á skoarfund í morgun.

 
At 10:35 e.h., Blogger ReynirJ said...

Sammála ykkur með þessa bollu... klukkan er hálf 11 núna og maður er rétt byrjaður að braggast núna. Greinilega alvöru bolla.

 

Skrifa ummæli

<< Home