miðvikudagur, desember 15, 2004

Jólaglögg

Jæja þá er farið að líða að jólum og ég er að verða geðveikur á lestri bókarinnar Remote sensing and image interpretation. Bara búinn að lesa hana í svona viku núna, lífið snýst hreinlega þessa dagana um að lesa jörðina að ofan.
Ein svo pæling með komandi Afríkuferð ég er komin með hugmynd að því að vinna okkur inn milljarða. sko hér er pælingin, nú í ár var lagið með Band-Aid endurútgefið þarna lagið do they now it´s X-mas eitthvað. útgáfan var að 20ár voru síðan eða eitthvað álíka. Það er bara gott og blessað en það sem margir eru búnir að gleyma er að Íslendingar reyndu það sama með útgáfu lagsins, Hjálpum þeim með hjálparsveitinni. Fyrir þá sem eru ekki að kveikja þá getið þið nálgast það hér. málið er þannig að það var gefið út 1985 svo það er ekki 20 ára fyrr en 2005. hvað segið þið eigum við að slá til og endurútgefa lagið áður en birgitta, jónsi, nylon og fleiri börn Einars Bárða ákveða að arðræna íslensku þjóðina en einu sinni.
Allir að sækja lagið og byrja að æfa sig
ég panta að syngja línurnar hans Eiríks Haukssonar

4 Comments:

At 12:03 e.h., Blogger ReynirJ said...

Ég panta Helgu Möller....

 
At 12:07 e.h., Blogger Þórður Már said...

Heyrðu það bara er gaman að lesa um endurkastskúrfu "stressaðs" gróður á nær-innrauðasviðinu, Himmi.

Ég myndi syngja línur Kristjáns Jóhannssonar í laginu enda rómaður fyrir fallega rödd.

 
At 12:20 e.h., Blogger Hilmar said...

Já stress í gróðri getur verið til vandræða. Já ok þú mátt vera Kristján Doddi ef þú tekur ekki mikið fyrir það. það eru en fullt af lausum stöðum ætla ekki allir að vera með?

 
At 12:58 e.h., Blogger Elías Már said...

Ég pant vera Egill.

 

Skrifa ummæli

<< Home