fimmtudagur, janúar 25, 2007

2 dagar í búningapartý Jakanna

Þá fer hver að vera síðastur til að redda sér búning fyrir laugardaginn. Elli stefnir væntanlega á að sigra þessa keppni eins og síðast, en samt hafa ekki komið neinar yfirlýsingar frá honum. Kannski er hann ekki eins sigurviss eins og síðast. Doddi situr líklega sveittur við saumavélina í þessum töluðu orðum að leggja lokahöndina á vinningsbúninga. Mæting er kl. 20 í Kópavoginn og finnst mér að allir ættu nú að koma með eitthvað með sér eins og snakkpoka og þess háttar. Hvernig líst fólki á það? Svo er auðvita fullt af fólki sem drekkur ekkert annað en óáfenga drykki og þá þarf að vera gos á staðnum. Það ætti að vera nóg fyrir húsráðendur að þurfa að taka til daginn eftir.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home