sunnudagur, janúar 21, 2007

6 dagar til stefnu

Nú eru bara 6 dagar þar til hið magnaða búningapartý Jakanna verður haldið, og að þessu sinni í Kópavogi. Vonandi að sem flestir geta mætt, en það væri gaman ef þeir sem ætla að mæta setji inn athugsemd þess efnis inná síðuna. Í fyrra var svaka stuð og það verður örugglega ekki minna stuð núna. Endilega látið heyra í ykkur. Hvað finnst fólki um verðlaun fyrir fyrsta sætið eins og í fyrra? Allir að koma með 2 auka bjóra sem verða þá í verðlaun. Hugmyndaflugið á Þrastarhöfðanum er ekki ýkja mikið en samt eru komnir tveir búningar sem verða frumsýndir á laugardaginn. Svo er bara spurning hvenær mæting sé í Kópavoginn?

9 Comments:

At 8:42 e.h., Blogger dísella said...

Hvað segið þið um kl 20:00?

Við leggjum bjór í púkk til verðalauna.

 
At 9:03 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Hljómar vel, við mætum kl 20 með 4 auka bjóra.

 
At 3:14 e.h., Blogger dísella said...

Verðum við bara 4 ? Það þarf að rífa upp stemmninguna. Jakarnir eru ekki eins spenntir fyrir þessu á í fyrra. Nema kannski ég og himmi sem græjuðum búningana okkar í nóvember hihi.

 
At 3:51 e.h., Blogger Þórður Már said...

Ég og Addú erum að vinna í okkar búningum. Ég er búinn að redda mér frí í vinnunni morguninn eftir þannig að það verður bara stuð, stuð, stuð!

 
At 3:52 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Við erum spennt að mæta og sýna og sjá nýja búninga hjá liðinu.

 
At 3:53 e.h., Blogger Asta said...

við mætu

 
At 9:07 e.h., Blogger Elías Már said...

Að sjálfsögðu kem ég, með bjórana sem ég ætla að drekka.

 
At 1:30 e.h., Blogger Asta said...

Það er sem sagt til mikils að vinna ef ég tel rétt 22 bjórar

 
At 3:41 e.h., Blogger Halldór Jón said...

já það er rétt. næstum því heill kassi af bjór í verðlaun.

 

Skrifa ummæli

<< Home