6 dagar til stefnu
Nú eru bara 6 dagar þar til hið magnaða búningapartý Jakanna verður haldið, og að þessu sinni í Kópavogi. Vonandi að sem flestir geta mætt, en það væri gaman ef þeir sem ætla að mæta setji inn athugsemd þess efnis inná síðuna. Í fyrra var svaka stuð og það verður örugglega ekki minna stuð núna. Endilega látið heyra í ykkur. Hvað finnst fólki um verðlaun fyrir fyrsta sætið eins og í fyrra? Allir að koma með 2 auka bjóra sem verða þá í verðlaun. Hugmyndaflugið á Þrastarhöfðanum er ekki ýkja mikið en samt eru komnir tveir búningar sem verða frumsýndir á laugardaginn. Svo er bara spurning hvenær mæting sé í Kópavoginn?
9 Comments:
Hvað segið þið um kl 20:00?
Við leggjum bjór í púkk til verðalauna.
Hljómar vel, við mætum kl 20 með 4 auka bjóra.
Verðum við bara 4 ? Það þarf að rífa upp stemmninguna. Jakarnir eru ekki eins spenntir fyrir þessu á í fyrra. Nema kannski ég og himmi sem græjuðum búningana okkar í nóvember hihi.
Ég og Addú erum að vinna í okkar búningum. Ég er búinn að redda mér frí í vinnunni morguninn eftir þannig að það verður bara stuð, stuð, stuð!
Við erum spennt að mæta og sýna og sjá nýja búninga hjá liðinu.
við mætu
Að sjálfsögðu kem ég, með bjórana sem ég ætla að drekka.
Það er sem sagt til mikils að vinna ef ég tel rétt 22 bjórar
já það er rétt. næstum því heill kassi af bjór í verðlaun.
Skrifa ummæli
<< Home