þriðjudagur, janúar 09, 2007

Stelpa var það heillin

Arnrún (og ég) fórum í 20. vikna sónar í dag og þá kom barasta í ljós að lítil Þórðardóttir mun koma í heiminn í lok maí. Allavega sagði ljósmóðirin það með nokkuð góðri vissu. Þar með er ljóst að með þessu sparast kaup á takkaskóm og fótboltum. Bara hið besta mál myndi ég ætla.

PS. Ég kem í boltann á fimmtudaginn.

Kveðja,
Doddi og Addú

3 Comments:

At 1:54 f.h., Blogger Asta said...

Til lukku!! Gaman, gaman! er nú reyndar ekki sammála þessu með takkaskóna. Um að gera að kaupa takkaskó nógu snemma svo að hún komist á styrk hjá bandarískumháskóla.

 
At 9:46 f.h., Blogger dísella said...

ohh gaman.
Svo virðist að stúlkur verði í meirihluta hjá Ísmolunum. Eiríkur og Hilmarsson eiga eflaust eftir að verða kvennagull í svona stórum stelpuhópi ;0)

 
At 1:43 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

til hamingju með það en doddi, stelpur geta líka spilað fótbolta ;)
kv
Valgerður og Halldór

 

Skrifa ummæli

<< Home