þriðjudagur, janúar 16, 2007

tralalaaa

11 dagar í búningafrumsýninguna. Blyngbrekkan er tilbúin með sína búninga vona að ykkur hinum gangi vel að leggja loka hönd á ykkar. Ég krosslegg fingurnar um að passa ennþá í minn, en miðað við hvað Bumbus stækkar þá eru líkur að ég verði eins og strekktur köttur. Búningurinn minn er samt ekki kattarbúningur.

Þar sem flestir eru búnir að leggja blessun sína á Fossvoginn þá hlökkum við til að sjá ykkur laugardaginn 27. janúar í Víðigrund 9 (held að flest ykkar hafa komið þangað áður, ætti ekki að vera erfitt að finna þetta).

Eigum við að hafa verðlaun eins og í fyrra, allir komi með 2 bjóra til þess að leggja í púkk?

2 Comments:

At 1:57 f.h., Blogger Asta said...

sjitt ég er ekki einu sinni búin að ákveða hvað ég ætla að vera.

 
At 8:50 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Þetta verður mikið stuð og mikið hlegið. Búningar íbúanna á Þrastarhöfða mættu vera lengra komnir en þetta reddast fyrir 27. janúar. Ég tek undir með Herdísi að það þurfa að vera verðlaun (allir að koma með 2 bjóra til að leggja undir) Ég stefni að sjálfsögðu á að vinna þetta aftur en eins og í íþróttum þá er alltaf erfiðara að verja titilinn heldur en að vinna hann fyrst, en ég geri mitt besta og ekkert annað en sigur kemur til greina!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home