miðvikudagur, september 03, 2008

Keilir

Reynir og Sólrún skelltu sér í þæginlega sunnudagsgöngu á Keili 31. ágúst. Eins og flestir vita er Keilir áberandi móbergsstapi sem að sést vel á leiðinni til Keflavíkur og vel verðugur uppgöngu. Fyrir fullfrískan aðila tekur um 40 mínútur að ganga að fjallinu og minna en 30 mínútur að ganga upp fjallið.


Komumst við á toppinn ásamt mikilli fólksmergð. Við nánari athugun kom það síðan í ljós að við vorum þess aðnjótandi að vera á toppnum með 5tinda mönnum. Tvær myndir af okkur á toppnum fylgja svo hérna að neðan...

.... Kveðja úr Vesturbænum

Reynir

3 Comments:

At 8:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er þetta duglegt og fallegt fólk :)

Sólrún

 
At 12:12 e.h., Blogger Hilmar said...

ég verð að redda ykkur fána svo að þið lookið aðeins meira pro.

 
At 5:46 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, við þurfum fána... þetta er eitthvað litlaust án hans.

 

Skrifa ummæli

<< Home