fimmtudagur, maí 22, 2008

Jakaferð í sumar

Í mikilli sigurvímu á Kjalarnesinu eftir Eurovision var ákveðið að fara í ferð í sumar á Strandirnar. Allir sem voru mættir á Kjalarnesið verða í sumarfríi í júli og var ákveðið að nota sumarfríið og fara á Strandirnar 21.júlí - 25. júlí sem er í miðri viku. Helgarferð þótti frekar stuttur tími. Allir Jakar sem vilja koma með eru að sjálfsögðu velkomnir en að sögn kunnugra er nóg pláss fyrir fullt af tjöldum. Varðeldur, veiði, bátaferð, gönguferðir og fleira verður á boðstólnum. Náttúran í öllu sínu veldi. Endilega takið dagana frá og skráið ykkur því örfá sæti eru laus. Ferðin er styrkt af bjórsjóð bindindismanna og Stat oil.



border="0" alt=""id="BLOGGER_PHOTO_ID_5203537472321559378" />



6 Comments:

At 11:52 f.h., Blogger Asta said...

ekki má gleyma hverjir spáðu 7 af 10 lögum inn í úrslitin en það voru Ásta og Addú, miklir eurovision spekulantar þar á ferð
setti inn nokkrar myndir frá því við fórum á strandirnar 2006. efsta myndin er af húsinu sem fjölskyldan hennar Addúar á og svo er hitt svona héðan og þaðan, m.a. úr Krossaneslaug

 
At 1:05 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Manni er strax farið að hlakka til að koma þarna. Hef aldrei komið á Strandirnar. Fór reyndar einu sinni með flugi á Gjögur og stoppaði í 30 mín og fór svo heim aftur.

 
At 4:47 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, mér hefur alltaf langað að koma á Strandirnar. Við myndum koma en mig minnir að ég byrji að vinna 23. júlí. Þannig að það myndi henta mér betur ef þetta væri um helgina áður og svo kannski inn í vikuna á eftir.

En ekkert vera að breyta þessu svosem mín vegna... gæti kannski tekið mér þá launalaust frí bara. Stefni allavega á að mæta. Þetta hljómar spennandi. Maður gæti tekið með stöngina, gönguskóna og seglbrettið.

Ánægður með úrslitin í gærkvöldi í Eurovision.

Kveðja úr Vesturbænum,

ReynirJ og fjölskylda.

 
At 6:11 e.h., Blogger Hilmar said...

við verðum ì fríi bædi. Aldrei ad vita nema maður thiggi boðið. Kveðja frá eurovision kvöldi ì manchester himmi&herdís

 
At 4:35 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Það verður stuð á Ströndunum í sumar.

 
At 6:09 e.h., Blogger Unknown said...

Við verðum stæltir Jakar á Ströndunum.

 

Skrifa ummæli

<< Home