sunnudagur, desember 12, 2004

Hvert á að fara?

Þá eru aðeins um 2 mánuðir þangað til fyrsta alvöru ferð Jakanna verður farin, en það verður þann 19. febrúar 2005 ( ef einhver var búinn að gleyma því). Hvet ég menn og konur til að fara að hugsa um hvert það vill fara og hvað á að gera þennan dag. Endilega komið með uppástungur. Tíminn er fljótur að líða og því er fínt að pæla í þessu í jólafríinu, skoða kort eða jafnvel gera kort, svo er hægt að gera sjálfvirka eða stýrða flokkun á því korti og jafnvel er hægt að setja fíltera yfir það, low pass eða high pass, leggja loftmynd yfir og rétta allt draslið upp. Bara svona hugmynd.

Svo kem ég með uppástungu um að kíkja í keilu snemma á nýja árinu áður en skólinn byrjar aftur. Það verður einhver að sigra núverandi keilumeistara sem er Elías, það hlýtur að vera næg hvatning til að mæta. Það vilja allir sigra "meistarann".

14 Comments:

At 7:51 e.h., Blogger Elías Már said...

Það verður þrautin þyngri að sigra keilumeistarann, enda hefur hann skráð sig í keilubúðir í Afganistan milli jóla og nýárs. Fer þar í læri hjá Osama Pin-Fallen sem er keilumeistari Asíu.

Víni

 
At 9:44 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Skemmtileg tilviljun ég er einmitt á leiðinni til Perú þann 1. janúar þar sem keilumeistari Suður-Ameríku mun kenna mér nokkra takta. Það er alveg furðulegt, en hann er eini maðurinn í heiminum sem hefur fengið 360 stig í keilu. Hann sagði mér þetta allavega þegar ég var að panta tíma hjá honum. Einhver skítalykt af þessu.

 
At 6:14 e.h., Blogger ReynirJ said...

Fyrrverandi keilumeistari Jakanna mun mæta á svæðið og selja sig dýrt. Mesta pressan verður þó á Ella sem núverandi meistara og Stebba sem hefur verið með miklar yfirlýsingar um keiluhæfni sína að undanförnu.

Spuring hvort maður biðji ekki bara um keiluhanska, keilutösku og keilukúlu og jólagjöf??

Áróðursmálaráðherra hefur mælt

 
At 2:39 e.h., Blogger Hilmar said...

Ég er til í keilu Jakar og Makar allir saman, vorum að ræða daginn fyrir afmælið hjá reyni svona svo við höfum eitthvað til að tala um í afmælinu. Spurning um hvert skal fara í ferð, núna er leiðin til Grundarfjarðar orðin 7km styttri

 
At 4:39 e.h., Blogger Inga seka said...

Hey, we have been there,done that and not doing it again.:)

 
At 7:40 e.h., Blogger Hilmar said...

Hvað meinaru Inga við erum kominn með svo góð sambönd þar að þetta verður bara eins og að heimsækja gleymda ættingja. En er ekki málið að gista amk yfir eina nótt

 
At 10:48 e.h., Blogger ReynirJ said...

Einnarnætur keiluferð?? Það hljómar ekki leiðinlega, við gætum þá spilað keilu stanslaust í marga klukkutíma. Það væri toppurinn á tilverunni

 
At 11:19 e.h., Blogger Asta said...

Við Stebbi vorum að hugsa hvort að við ættum ekki bara að slá þessu upp í bústaðarferð, við vitum að efling er með 6 herbergja hús í Skorradal sem heitir Hvammur, það kostar eitthvað um 10.000kr helgin að leigja það... bara uppástunga. Það væri þá líka stutt fyrir fjölskyldufólk eins og Nilla sem getur kannski ekki verið í burtu í svona langa tíma að skjótast þetta.

 
At 11:27 e.h., Blogger Hilmar said...

Það er góð hugmynd, líka ódýr kostur fyrst að við getum ekki sofið í tjöldum. bara ein spurning er pottur

 
At 9:55 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Þetta hljómar vel og fær mitt atkvæði. Við gætum þá verið á einhverju flakki um daginn og endað þarna.

 
At 1:05 e.h., Blogger ReynirJ said...

Eigum við ekki frekar að gista á einhverju tjaldsvæði sem er opið í janúar? Það er miklu skemmtilegra, svo er bara hægt að fara í sund ef menn vilja heitan pott.

 
At 3:52 e.h., Blogger Hilmar said...

Reynir það er öruglega ókeypis að gista á tjaldsvæðum í Janúar, gerum það krakkar gistum í tjöldum bara. Svo væri líka hægt að gista í einhverjum skála ef við viljum vera alvöru útilegumenn

 
At 4:55 e.h., Blogger Elías Már said...

Já, ég er alveg til í að hafa bara bústaðarferð, jú eða skálaferð, en tjaldferðalag í febrúar er hæpið. Þó ég eigi nýtt tjald og góðan svenpoka.

 
At 9:01 e.h., Blogger Asta said...

Því miður enginn pottur, en ég veit ekki með ostakar. Þetta er allavega risastórt hús þar sem nóg pláss er fyrir alla jaka og maka. Það er sundlaug í nágrenninu sem heitir hreppslaug, hún er í u.þ.b. 10 km fjarlægð frá húsinu í átt að Borgarnesi. Ef að við ætlum að standa undir nafninu útilegumenn þá böðum við okkur nakin upp úr snjónum og fáum okkur svo sundsprett í ísilögðu Skorradalsvatni. Það er líka fínt að Reynir ætli að sofa í tjaldi því þá er meira pláss fyrir hina :)

 

Skrifa ummæli

<< Home