mánudagur, febrúar 07, 2005

Febrúarferð

Jæja þá fer að líða að þessari ferð. Þannig er mál með vexti að við Herdís vorum að spá að fá bíl foreldra hennar lánaðan og fara á bíl þannig að það væri kannski í besta falli pláss fyrir þrjá með okkur. Já svo er herdís að vinna til 16 eða 17 það fer eftir því hvenar hún fer í vinnuna svo við færum ekkert af stað fyrr en þá. Svo getum við alveg tekið með okkur svefnpoka það er ekki málið (við nennum ekki að búa um). Ég held að Halldór&Valgerður eða Dóri og Valla eins og ég kalla þau (Djók) ætla á bíl, þannig að Reynir&Sólrún eða Reynsi og Solla, Viddi og Stebbi eru einu sem vantar far á fös. þannig allir sem vilja fara á fös ættu að komast.
Svo er spurning með Ingu og Einar ég hef ekki heyrt ferðatilhögun þeirra enþá. og svo veit Elli ekki enþá hvort hann sé einn eða tveir.
Svo sagði Halldór mér að þau skötuhjú þurftu að fara snemma á sunnudaginn svo fólk er ekkert spennt að fara með þeim í bíl heim svona snemma á sunnudagsmorgun eins og hann Jón Ólafsson söng svo fallega um í sumar.
Jæja er eitthvað til í þessum ráðstöfunum er ég að gleyma einhverjum?
Jæja gangi ykkur vel þennan mánudag
kveðja
Hilmar Ímyndasköpuður

9 Comments:

At 1:43 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Ég og Valgerður förum á bíl líklega fljótlega eftir hádegi á föstudeginum. Getum kannski troðið einum með okkur. Lítill bíll í ferðalög og svo tekur bjórinn sitt pláss. Það væri þá upplagt að stebbi eða viddi færu með okkur ef þeir kjósa svo.

Þetta kemur allt í ljós.

Hvernig líst ykkur á keilumót 14. febrúar. eru ekki flestir lausir þá og svo er líka viku fyrirvari svo að fólk ætti að gera reddað sér pössun þar sem Jakar eiga marga ísmola (eða eiginlega bara einn jaki).

 
At 2:55 e.h., Blogger Hilmar said...

Já ég held að það þurfi að ræða bílamálin eitthvað betur. Það geta ekki allir farið á einum bíl það segir sig sjálft, þó að bíll foreldra herdísar sé grænn þá er hann engin gúrka :) Allavega ég gleymdi að minnast á það áðan; Það er hægt að kaupa fínustu göngustafi í rúmfatalagernum á 1.290kr 2 í pakka. þeir eru ekkert úr titanium áli en svona ágætir í fjallgöngur.

 
At 8:58 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Göngustafirnir eru nú engir venjulegir stafir því samkvæmt áreiðinlegum upplýsingum þá er áttaviti í handfanginu. Þetta er auðvitað eitthvað sem er lífsnauðsynlegt fyrir Jaka að eignast og svo auðvitað til að villast ekki.

 
At 11:39 e.h., Blogger Hilmar said...

Ekki nóg með að það séu áttavitar, þá hafa þeir báðir mismunandi norðurvísun sem gerir gönguferðina eflaust mun skemmtilegri

 
At 10:59 f.h., Blogger Asta said...

Nilli það væri frábært ef að ég gæti fengið far hjá þér á Laugardeginum!! Ég vil helst sleppa því að keyra sjálf út á land um vetur, ég er svo mikil skræfa.

 
At 4:41 e.h., Blogger Stebbi og Bílahornið said...

Við Ásta erum að hugsa um að fara ekki heim fyrr en á mánudeginum, þannig að ég held það sé best að ég fari á bílnum. Það eru því 4*pláss á föstudeginum með mér, en 3*pláss á mánudeginum til baka

 
At 11:11 f.h., Blogger Stebbi og Bílahornið said...

Það hafa orðið smá breytingar á ferðaáætlun minni. Þar sem ég er að vinna á föstudagskvöldið kemst ég ekki fyrr en á laugardagsmorgun með Ástu. Við komum þó eins snemma og við getum því ekki viljum við missa af Laugardagsgöngunni á Skessuhorn.

 
At 1:56 e.h., Blogger Hilmar said...

Þetta er nú meira vesenið á öllum, ferðatilhögun mín hefur hinsvegar ekki breyst. ég og herdís förum líklega á bíl á fös og það eru 2 sæti laus, max 3 sæti

 
At 2:39 e.h., Blogger Halldór Jón said...

ferðatilhögun mín og Valgerðar hefur heldur ekkert breyst. Við förum á föstudeginum og það getur kannski komist einn með okkur ef þarf.

 

Skrifa ummæli

<< Home