Eistlandsför
Jæja, þá er maður kominn heim frá Eistlandi eftir vel heppnaða ferð þangað. Var hún mjög tíðindamikil og margt nýtt sem maður upplifði. Sá t.d. í fyrsta skipti skógarbjörn, íkorna, dádýr, jakuxa, maurabú, spætu, stork, o.fl. Það er alveg ótrúlega ódýrt að lifa þarna. Dýrustu máltíðir á fínum veitingastöðum ásamt 1-2 bjórum fara aldrei yfir 1000 krónur enda fékk maður sér ófáa stórsteikina. Sól og blíða nánast allan tímann fyrir utan mestu rigningu sem að mælst hefur frá for-kambríum tíma. Fórum við inn í verslunarmiðstöð að kaupa nokkra bjóra í góðu veðri. Þegar út var komið þurftum við að vaða upp fyrir hné á tímabili sökum flóða. Mjög skemmtileg lífsreynsla. En allavega þá mæli ég hiklaust með þessu landi, þó sérstaklega Tallinn og Pärnu. Læt nokkrar myndir fylgja hérna með til yndisauka....
Áróðursmálaráðherra
2 Comments:
Velkominn heim, gaman að sjá myndirnar.
Takk fyrir það, það er alltaf best að koma heim til sín!!
Skrifa ummæli
<< Home