Gaman gaman
Þá er helgin liðin og margir Jakar svona frekar slappir í gær, sunnudag. Fimm Jakar héldu til Þingvalla á laugardagsmorgun í mestu rigningu síðan á landnámsöld í hellaskoðun. Hellirinn fannst með góðri aðstoð nútímatækni GPS-tækisins hans Himma. Gengum við allann hellinn þar til að við komumst ekki lengra og kom það okkur á óvart því við héldum að við gætum farið í gegum hann. Á leiðinn til baka var stoppað á góðum stað í hellinum til að borða nesti. Haldið var heim og svo var hittingur á Eggertsgötunni. Þar fóru Jakar á kostum enda langt um liðið síðan svona margir Jakar hittust til að drekka bjór og skot. Flestir voru vel í glasi og er óhætt að segja að flestir hafi skemmt sér vel. Þeir sem misstu af þessum gleðskap þurfa ekki að örvænta því heyrst hefur að annar gleðskapur verður von bráðar á góðum stað undir Esjunni, ég læt aðra um að segja til um það frekar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home