fimmtudagur, janúar 05, 2006

Búningapartý Jakanna nálgast óðfluga

Kæru Jakar og makar nær og fjær...

Nú fer að líða að (hinu árlega) búningapartýi Jakanna. Dagsetning og tími hafa þegar verið ákveðin, 21. janúar (laugardagur) kl. 20:00. Hinsvegar hafa verið uppi vangaveltur varðandi staðsetningu þessa líka ágæta partýs. Eftir viðræður í gær á meðal fimm Jaka og maka eru þrír staðir til boða; Kjalarnes, Eggertsgata eða heima hjá mömmu hans Stebba (ekki komið á hreint reyndar). Kosturinn við Kjalarnesið er að þar er nóg rými fyrir alla til að djamma og djúsa langt fram á nótt en hins vegar gæti orðið dáldið dýrt að komast aftur til síns heima (en þá geta bara fleiri deilt bíl í bæinn, því fleiri því betra). Kosturinn við Eggertsgötu er að hún er frekar miðsvæðis en gallinn er sá að hún er frekar lítil. Nú svo er það mamma hans Stebba en hún býr MJÖG miðsvæðis eins og flestir Jakar vita og stærð húsnæðis fínt (held að hún viti ekki af því að hennar hús sé í boði ;) ). Þannig að það er spurning hvort Jakar og makar vilji vera í prívasí á Kjalarnesi eða hvort þeir vilji spranga um í fínum búningum í miðbæ Reykjavíkur (fyrir mitt leyti væri ég frekar til í Kjalarnesið en meiri hlutinn ræður).

Ákveðið hefur verið að veita verðlaun fyrir flottasta/besta búninginn og frumlegasta búninginn. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en þar sem bjór virðist vera sá drykkur sem flestir Jakar og makar drekka hefur verið ákveðið að allir komi með 2 auka bjóra á mann (par = 4 bjórar) til þess að leggja í verðlauna púkkið.

Gaman væri nú að sem flestir Jakar og makar myndu sjá sér fært að mæta og því kannski ekki vitlaust að tilkynna komu sína hér á þetta ágæta spjallborð okkar :)

Svo má ekki gleyma að setja allan sinn metnað í búninginn sinn þannig að þetta verði almennilegt búningapartý (ekki fótboltaleikmaður, dómari eða maður sjálfur). Það verður að vera eitthvað challenge í þessu.

Þannig að það sem Jakar og makar þurfa að hafa í huga á næstu dögum er:
1. Taka frá 21. janúar. Redda fríi í vinnu ef þörf krefst.
2. Stenst búningurinn minn settar kröfur, ef ekki þá er ekki seinna vænna en að fara laga hann.
3. Á ég nóg af áfengi? (muna eftir 2x auka bjór á mann) ef ekki þá væri sniðugt að fara fjárfesta í svoleiðis svona á næstu dögum.
4. Er ég búin/n að redda pössun? (til þeirra Jaka sem eiga ísmola) ef ekki þá er tími kominn til að smjaðra fyrir mömmu, ömmu eða nánustu ættingjum;)
5. Keyrsla til og frá partý stað. Á að smjaðra í pabba eða vantar mig pening í leigubíl?

Vonandi að þetta falli allt í góðan jarðveg Jaka og maka og við sjáumst hress á einhverjum af ofangreindum stöðum þann 21. janúar kl. 20:00.

13 Comments:

At 2:38 e.h., Blogger Elías Már said...

Ég mæti og rústa þessarri búningakeppni.

 
At 6:11 e.h., Blogger Hilmar said...

Ég held að Elli eigi eftir að vinna þetta eins og allt annað sem hann tekur sér fyrir hendur

 
At 9:57 e.h., Blogger Hilmar said...

Ég og Herdís værum til í eitthvað miðsvæðið uppá samgöngur og fjármál að gera.

 
At 3:37 e.h., Blogger Elías Már said...

Mér er slétt sama hvar þetta er haldið. En ég mun vinna þetta.

 
At 3:42 e.h., Blogger Þórður Már said...

Ég væri til í Kjalarnesið og mun hafa "driver" því Addú mun ekki drekka. Ef þetta yrði á Kjalarnesinu þá er pláss fyrir 3.

Doddi

 
At 3:56 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Getur Addú ekki fengið lánaða rútu, þá geta allir komið með, hehehe. En það er auðvitað ekki gaman ef nokkrir þurfa að splæsa í rándýran leigubíl. Það þarf að skoða þetta.

 
At 6:46 e.h., Blogger ReynirJ said...

Hún Addú gæti náttúrulega bara farið nokkrar ferðir. Það myndi leysa allt vandamál...

 
At 2:26 f.h., Blogger Asta said...

Ég fylgist spennt með umræðunni. Við getum reddað gúmmíbát og þið getið bara róið yfir sundið. Er nokkuð bannað að róa undir áhrifum áfengis. Það verður runnið af öllum og enginn þarf að hafa áhyggjur af þynnku þegar þið komið á leiðarenda.

 
At 10:48 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Ef þetta verður á Kjalarnesinu sem allt stefnir í þá er mjög líklegt að Valgerður geti reddað fari um nóttina, líklega á 7 manna bíl. Svo eru 3 sæti hjá Addú og þá ættu nú flestir að vera með far frá Kjalarnesinu, við reynum að skipuleggja þetta þannig að enginn þurfi að taka leigubíl. Annars er alltaf gaman að sigla.

 
At 12:26 e.h., Blogger Þórður Már said...

Addú getur einnig reddað sjö manna bíl.

 
At 4:39 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Er málinu þá ekki reddað bara?? Allir komast heim að lúlla án þess að þurfa að selja sig fyrir leigubíl.

 
At 8:37 e.h., Blogger Þórður Már said...

Thats settled then!

 
At 11:04 f.h., Blogger Hilmar said...

Bawhaha eitthvað fyrir þig Elli, bara Ranger eins og þú.

 

Skrifa ummæli

<< Home