laugardagur, apríl 29, 2006

Toppnum náð



Síðustu daga hafa tveir Jakar farið á Hvannadalshnúk á Öræfajökli. Níels fór fyrst á sumardaginn fyrsta og fór ég í gær 28. apríl. Ákvað að setja í gamni hér tvær myndir af toppnum í á okkar ágæta blogg. Níels þú verður að setja mynd af þér á toppnum líka. Kodak mómentin verða varla meiri...

6 Comments:

At 8:31 e.h., Blogger Asta said...

Til hamingju með áfangann báðir!! Reynir þú hefur aldeilis verið heppinn með veður sé ég.

 
At 8:51 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, þakka þér fyrir það. Satt er það að ég var rosalega heppinn með veður. Það var reyndar ansi hvasst en skyggnið var frábært. Enda ekki mikið skjól þarna uppi... ;)

 
At 8:53 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Til hamingju með ágangann. Ertu þá hættur að ganga á fjöll/jökla? þú kemst ekki hærra? Maður hefur auðvitað farið þetta tvisvar, hehe.

 
At 10:46 f.h., Blogger Hilmar said...

ég er ekkert að gera lítið úr þessu hjá ykkur en má til með að segja að ég hef mest komist upp í 3309m. Tiefenbachkogl í Sölden. og vinnustaðurinn sem ég vann á var í 2284m Svo maður er vanur þunna loftinu :)

 
At 12:59 e.h., Blogger ReynirJ said...

Ég segi nú ekki að ég sé hættur að ganga á fjöll/jökla. Ætli maður skelli sér ekki bara á Everest næst.

 
At 1:50 e.h., Blogger Hilmar said...

ég mæli með Everest í skeifunni hef komið þangað oft og alls ekkert erfitt að komast á toppinn á innan við mínútu. líka yfirbyggt sem er kostur

 

Skrifa ummæli

<< Home