miðvikudagur, júní 21, 2006

Smá fréttir




Jæja, smá fréttir af manni. Ég skellti mér norður um síðustu helgi og gisti á Skagaheiði í kofa án rafmagns, vatns og hita. Þannig á þetta að vera!! Skellti mér í gamni í eina létta göngu upp á Spákonufellsborg fyrir ofan Skagaströnd. Eftir gönguna var að sjálfsögðu heilsað upp á Hallbjörn í kántríbænum góða og einn hamborgari étinn þar. Læt fylgja með nokkrar myndir úr göngunni ásamt kofanum fallega sem að ég gisti í.

1 Comments:

At 3:49 e.h., Blogger Þórður Már said...

Flott útsýni út Húnaflóann!

 

Skrifa ummæli

<< Home