fimmtudagur, júní 01, 2006

Ekkert að gerast

Jæja það var nú etthvað lítið úr þessari helvítis jeppaferð sem okkur var boðið í vinnunni. Veðrið víst vitlaust í fyrra skiptið svo eru allir alltaf svo uppteknir.
Allavega þá er maður að vinna um helgina en það er víst frídagur hjá flestum á mánudaginn.
Er fólk til í einhvern hitting á sunnudagskvöldið kannski? láta bara ráðast eftir veðri hvað við gerum. drekkum bjór & Grilum eða bara löbbum á Esjuna?
Svo má nú alveg koma með fréttir eða brandara hérna inn til að hressa aðeins upp á þessa síðu.
Bestu kveðjur úr Kópavoginum
Himmi

3 Comments:

At 9:17 e.h., Blogger Elías Már said...

Ég er ávallt til í grill og bjór, bara að nefna tað og stund og ég mæti.

Sunnudagur hljómar vel.

 
At 7:47 f.h., Blogger Asta said...

Já það er búið að vera frekar lítið að gerast á síðunni okkar núna. Við er búin að vera í BS-þunglyndi, en erum loksins búin að skila. En ég er samt ansi hrædd um að fá ritgerðina aftur í hausin, en er á meðan er. Annars erum við að fara í fyrstu útilegu ársins um helgina. Ætlum að fara inn Fljótshlíðina og finna okkur einhvern stað þar. Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Nú eru bara rúmir tveir mánuðir til stefnu þar til fjórði ísmolinn kemur í heiminn. Eru fleirri á leiðinni??

 
At 5:04 e.h., Blogger Stebbi og Bílahornið said...

Erum kominn úr óbyggðum. Er einhver stemmning fyrir því að hittast í kvöld og fara á öskrandi fyllerí? Eða bara hittast og spjalla um hitt og þetta, kannski mögulegar Jakaferðir í sumar.

 

Skrifa ummæli

<< Home