Nördabolti
Nokkrir Jakar skelltu sér á völlinn í gær til að horfa á Himma spila við FH. Óhætt er að segja að flestir hafi skemmt sér konunglega, allavega ég og Valgerður. Himmi stóð sig vel og var öflugur í vörninni og sýndi nokkra skemmtilega takta. Flestir fóru á þennan leik með jákvæðu hugarfari og skemmtun í huga, en þó voru nokkrir stuðningsmenn FH (sátu bakvið mig) sem tóku þessu full alvarlega. Hjón í kringum fimmtugt sem fannst nú ekkert varið í Nördana og nöldruðu allan tímann um að þetta væri niðurlæging fyrir Nördana og að FH væri miklu betra lið, við hverju bjuggust þau? Einnig fögnuðu þau manna mest þegar FH skoraði, jafnvel meira en liðið sjálft. Ótrúlegt hvað fólk getur tekið hlutina alvarlega. Til hamingju með leikinn Himmi, þetta var frábær skemmtun.
5 Comments:
Takk fyrir að mæta, Ég átti klárlega flottasta stuðningsmannaskiltið í stúkunni og var oft spurður hvað það þýddi af nördunum. Ég verð að segja að þetta hafi verið toppurinn á ferlinum 7000manns á flóðlýstum laugardalsvelli 16 á móti 6 og vinna leikinn ;) Eitthvað sem alla dreymi um að gera, ekki mig sérstaklega en afhverju ekki segi ég bara. Er að íhuga að leggja skónna á hillunna en aldrei að vita nema að maður dragi þá fram en aldrei fyrir færri en 8000 áhorfendur. En og aftur takk fyrir að mæta án ykkar hefði þetta verið leiðinlegt.
Tek undir með Dóra, þetta var frábær skemmtun og Himmi, til hamingju með frábæran leik.
Já, þetta var mjög skemmtilegt. Ótrúlegt hvað voru margir sem að komu á völlinn og þetta hefur verið mjög skemmtilegt fyrir þig Hilmar. Var ekki smá kjánahrollur í upphafi þegar þjóðsöngurinn var??
Reyndar ekki ég aldrei verið stoltari að vera íslendingur, enda söng ég hátt og snjallt. Endurkoma mín mun ef til vill verða á morgun í íþróttasal í mosfellsbæ
Flott lýst vel á það... því fleiri því betra. Þetta var aðeins of fámennt síðast með þrjá á móti þremur.
Skrifa ummæli
<< Home