þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Afmæli Jakanna

Jæja hvað segið þið með afmælið?? Á ekki að gera eitthvað? Við Stebbi getum ekki verið með þetta í þetta skiptið þar sem að Eiríkur er enn svo lítill (Sorrý). En mér finnst nú endilega að við eigum eitthvað að gera í tilefni þessa merka áfanga. Endilega komið með uppástungur!
Kannski gætum við farið í létta göngu, við erum nú einu sinni háskólamenntaðir útilegumenn.
Kv. Fjölskyldan á Kjalarnesi

6 Comments:

At 11:44 f.h., Blogger dísella said...

Við getum boðið til afmælis í Blyngbrekkunni. Spurning hvort við eigum að fara í stutta ferð eitthvert og fá okkur svo afmæliskaffi eftir ?

 
At 11:28 e.h., Blogger Hilmar said...

Ég var að Tala við Reyni áðan og hann var til í Kaffiboð á laugardaginn klukkan 15:00 hann og við erum upptekinn um kvöldið svo þetta gæti bara verið barnavænt afmæli eins og pælingin var í upphafi.
Bara Kaffi boð allir koma með eitthvað og Addú Súkkulaðiricecrispiesbananaköku. Þá er bara að ákveða hvar við eigum að vera, okkar heimili er á framboðslista

 
At 11:26 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Já, hljómar vel. Við gætum eflaust verið hjá okkur líka. SKiptir okkur engu máli hvar þetta er.

 
At 12:56 e.h., Blogger Asta said...

Ef þetta verður bara kaffiboð þá getum verið hér líka. Skiptir okkur engu máli :)

 
At 10:12 e.h., Blogger ReynirJ said...

Ég get alveg mætt á alla þessa staði. Leyfi ykkur bara að leysa þetta vandamál innbyrðis.

 
At 10:37 e.h., Blogger Elías Már said...

Ákveðið bara einn stað og ég mæti.

 

Skrifa ummæli

<< Home