Hverjir vilja vera Jakar??????
Þá eru Jakarnir orðnir 2. ára og þeir sem mættu í afmæliskaffið síðasta laugardag skemmtu sér vel án allra áfengra drykkja. Auðvitað voru ísmolarnir mættir á svæðið og held ég að þeir hafi haft það fínt. En eins og í öllum félagsskap eru alltaf einhverjir sem eru ekki virkir félagar og þannig er það í Jökunum líka. Nokkur nöfn á listanum hafa ekki verið virk í nokkurn tíma og finnst mér að þau nöfn eigi ekki heima lengur á síðu Jakanna. Ef hins vegar þessi nöfn vilja vera áfram meðlimir í Jökum er það sjálfsagt og þá er um að gera að commenta á þennan póst. Endilega látið í ykkur heyra bæði virkir og þá óvirkir Jakar sem vilja vera virkir. Ef þeir sem ekki eru búnir að vera virkir undanfarið ár verða ekki búnir að segja til sín fyrir 1. desember verður nafn þeirra tekið út af síðu Jakanna.
kv
Harðstjórinn
9 Comments:
Ætla bara að vona að ég teljist sem virkur Jaki ;)
kv
Líst vel á þessar fyrirætlanir þínar herra harðstjóri...
Við Herdís ætlum að pæla aðeins lengur í þessu komum með svar fyrir 1.des
Ég ég ég ég ég ég ég
Sorry Himmi þar sem þú ert búinn að svara þessu þá er það sönnun á því að þú hefur skoðað síðuna og ert þar með virkur Jaki. Þið sleppið ekki.
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Ég og Addú höfúm áhuga að vera virkir meðlimir. PS. Ég kemst sennilega ekki í boltann á morgun samkvæmt læknisráð en augað sem varð fyrir þrumuskoti Stebba hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu daganna :-(
Doddi minn, mér líður bölvanlega yfir þessu. Maður ætti að láta sér þetta að kenningu verða fyrir að bomba út í bláinn eins og fífl. Láttu þér batna í auganu sem fyrst.
Kv, Stebbi
Stebbi minn, ég læt mér þetta að kenningu verða að forða mér þegar þú mundar skotfótinn næst ;-)
Þetta er ekkert alvarlegt, augnlæknirinn taldi það vera of áhættusamt að fara í fótbolta á morgun ef ég skildi verða fyrir bolta aftur, vegna þess að augnbotninn bólgnaði upp og er víst mjög viðkvæmur um þessar mundir. Ég mæti galvaskur í næstu viku.
Hafðu engar áhyggjur af þessu kallinn.
Skrifa ummæli
<< Home