miðvikudagur, júlí 11, 2007

Í sól og sumaryl ég samdi þennan dálk...

Það er nú meiri einmuna blíðan sem hefur verið í landinu síðustu daga. Það var nefnt í brúðkaupinu hjá Halldóri og Valgerði hvort það væri ekki stemning fyrir útilegu. Besta veðurspáin er klárlega á Vesturlandi og í uppsveitum Suðurlands þannig að stefnan er að sjálfsögðu þangað. Allavega voru ég og Sólrún að spá í að fara eitthvað úr bænum í sólina. Allur félagsskapur er vel þeginn í tjaldútilegu. Einhver stemning fyrir henni?

7 Comments:

At 10:09 e.h., Blogger Hilmar said...

Sko, Við Herdís stefnum á að fara í Skriðufell í Þjórsárdal en ekki fyrr en á Lau morgun vegna þess að ég er að vinna til 18 á fös og Búri drekkur svo mikið á kvöldin. Við ætlum að fara með Ásu systir minni kærasta hennar og barni þeirra 15mánaða. Þetta er tjaldsvæði á landareign Símans (þar sem mágur minn vinnur) svo að við þurfum ekki að borga neitt og þarna er fínasta salerni og sturta. Allir velkomnir með í þessa ferð. Þá er bara að krossa fingurnar og vona eftir góðu veðri

 
At 8:33 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Við erum til. Erum að fara í afmæli á föstudeginum og komum því ekki fyrr en á laugardeginum. Okkur er alveg sama hvar við verðum ef veðrið er gott.

 
At 3:20 e.h., Blogger ReynirJ said...

Við ætlum að skella okkur í tvær nætur einhversstaðar sem veðrið er gott. Hvort það verður í Þjórsárdal eða á Þingvöllum það kemur bara í ljós eftir hádegi á föstudaginn.

 
At 4:26 e.h., Blogger Hilmar said...

Þið gætuð alveg farið í Skriðufell og sagst bara verið að fara hitta Sigga sem vinnur hjá símanum þarna daginn eftir, já eða bara sagst vinna hjá símanum og hafa gleymt starfsmannaskírteininu.

 
At 9:26 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, það er nú líka möguleiki. Við verðum bara í bandi einhverntímann eftir hádegi á föstudaginn.

Hvernig er þetta annars er fólk beðið um starfsmannaskírteini eða þekkjast bara allir á svæðinu?

 
At 9:47 e.h., Blogger Hilmar said...

Þegar við fórum síðast voru eithvað tvö önnur tjöld þarna og enginn spurði okkur um neitt, en við höfðum kannski engu að leyna heldur. Ég get alveg lánað þér bol og peysu með símamerkinu. Ég meina þetta er land sem síminn á og það var ríkisfyrirtæki fyrir nokkrum árum veit ekki hvernig það er hægt að banna manni að tjalda þarna. Ég meina Pabbi þinn gæti unnið hjá símanum og verið að koma daginn eftir, segjum það bara

 
At 10:38 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já, þetta er að verða ágæt flétta hjá okkur, hvernig væri að við fáum þessar peysur, ég segi að pabbi vinni þarna og ég taki með mér GSM síma. Ég versla nú hjá Símanum.

Annars er ég ekkert að stressa mig á þessu. Við förum á föstudeginum eftir vinnu einhverntíman þarna upp eftir. Við hittumst svo bara öll á laugardeginum.

 

Skrifa ummæli

<< Home