þriðjudagur, júlí 24, 2007

Vitni taka lýsi eða lýsi eftir vitnum

Smá rugl fyrirsögn en ég er að leita að einhverjum sem gæti haft áhuga á að skella sér í litla göngu á fös eða lau og gista í eina nótt einhverstaðar. Ekki ósvipað og hin margrómaða ferð í Innstadal var. Ef einhver hefur hugmyndir eða vill koma með endilega commentið.
farinn að vinna
kv Hilmar Einbúi

4 Comments:

At 2:47 e.h., Blogger ReynirJ said...

Maður er alltaf til í göngu... hvað með Brennisteinsfjöll-Ferlir eins og ég var einhverntímann búinn að nefna við þig eða Leggjabrjótur. Reyndar ekki næturferð en góð dagsferð.

 
At 2:47 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Æ greyið er þér strax farið að leiðast?
Við erum til í að fara í leiðangur, þ.e. ef stelpur mega koma með og ef Halldór er búinn að ná sér af kvefinu og hóstanum. Verðum í bandi. Láttu þér ekki leiðast mikið.

 
At 4:32 e.h., Blogger Hilmar said...

já Leggjabrjótur væri kannski spennandi og alveg hægt að gista svosem, en bara spurning hvort við gætum fengið einhvern til að skutla okkur eða sækja þar sem þetta er svona gönguferð frá A til B skiluru.
Nei Valgerður engar stelpur leyfðar, bara strákar. ertu samt laus núna um helgina við strákarnir þurfum kannski að láta skutla okkur og sækja hehe

 
At 5:53 e.h., Blogger ReynirJ said...

Hef lengi verið spenntur fyrir Leggjabrjót. Það besta í stöðunni væri náttúrulega að láta skutla sér og sækja sig en ef tveir eða fleiri fara þá er náttúrulega hægt að fara tvíbíla líka bara aðeins meira vesen.

 

Skrifa ummæli

<< Home