þriðjudagur, júlí 17, 2007

Fjallganga





Ég skellti mér í veiðiferð norður á Skagaheiði um daginn í 3 nætur þar sem ég notaði hálfan dag í fjallgöngu. Var mesta útsýnisfjall landsins fyrir valinu, Mælifellshnjúkur. Kunnugir segja að sjá má fjallið úr 10 sýslum en ekki var það sannreynt að þessu sinni og er þetta þar með víðsýnasta fjall landsins.

Er það auðvelt uppgöngu um skriður eftir ógreinilegum stikum og hvergi nein raunveruleg hætta. Ferðin tók um 3 klst upp og niður með hálftíma stoppi á toppnum í 1147 metra hæð samkvæmt opinberum kortum. Læt hér fylgja nokkrar myndir með.


3 Comments:

At 8:42 e.h., Blogger Hilmar said...

Flottar myndir, mjög gott veður greinilega

 
At 12:14 e.h., Blogger Asta said...

Greinilega frábær ganga. Maður verður að kíkja einhvertíman þarna upp.

 
At 1:33 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já þetta var mjög góð ganga í frábæru veðri. Neita því ekki að það varð smá sólbruni á leiðinni.

 

Skrifa ummæli

<< Home