þriðjudagur, ágúst 28, 2007

Hvað er að frétta af Jökunum

Eru allir nú þegar farnir í dvala fyrir veturinn ? Ég held að þetta sé með því lélegasta útivistarsumari hjá okkur í ár, einungis ein útilega og ekki útlit fyrir fleirum. Himmi fór reyndar í nokkrar göngur en mest lítið annars gert. Það verður sko fjárfest í góðum göngupoka handa Arngrími næsta ár og farið upp á fjöll !

Hvernig væri að hafa smá Jaka hitting, sýna sig og sjá aðra ? Þó það væri nú ekki nema að grilla pylsur eða hittast yfir vöfflum með rjóma !

Látið í ykkur heyra

12 Comments:

At 5:26 e.h., Blogger Valgerður Ósk said...

Við erum alltaf til í hitting enda erum við enn sem komið er ein af þeim fáu Jökum sem enn eru barnlaus, hehehe..

Hugmyndir um stað og stund???
Þrastarhöfðinn er svo til alltaf laus.

Kveðja
Valgerður og Halldór

 
At 9:23 e.h., Blogger Elías Már said...

Ég er alltaf til í hitting.

Hvað segja Jakar um laugardag eða sunnudag?

 
At 11:02 e.h., Blogger Þórður Már said...

Ég er að öllum líkindum í fríi um helgina þannig að við erum til í hitting

 
At 2:07 e.h., Blogger dísella said...

Hvað segið þið um lau og þá um daginn ?

 
At 11:00 f.h., Blogger Halldór Jón said...

Hvenær viljið þið hittast á laugardaginn? og hvar?

 
At 12:49 e.h., Blogger dísella said...

Heima hjá ykkur Valdór um kaffileytið :O)

Ég ætlaði nú bara bjóða í Lyngbrekkuna en þið eigið stærri sófa en við. Búra finnst líka gaman að fara út.

 
At 7:24 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

 
At 7:26 e.h., Blogger Halldór Jón said...

Valdór svarar kallinu.
Staður: Þrastarhöfði 3, íbúð 104
Dagur: Laugardagurinn 1. september 2007
Tími: 1430 hrs.
Boðsgestir: Jakar, makar og ísmolar.

 
At 8:35 e.h., Blogger Elías Már said...

Er að vinna til 3 og kem eftir það ef eitthvað verður við að vera þá.

 
At 9:28 f.h., Blogger Asta said...

Við komum ef það verður rigning, ef veðrið verður gott verður Stebbi að keppa.

 
At 6:02 e.h., Blogger ReynirJ said...

Já sæl veriði, maður hefur lítið komist á netið undanfarið. Við Sólrún kíkjum til ykkar um hálf þrjú á laugardaginn...

 
At 8:54 e.h., Blogger Þórður Már said...

Við mætum!

 

Skrifa ummæli

<< Home